Fréttir Greiningar

Landinn gerði vel við sig um jólin

14.02.2014 10:59

nullMikill vöxtur var í kortaveltu í janúarmánuði frá sama tíma í fyrra. Tölurnar benda til þess að jólaverslunin hafi verið mjög myndarleg þennan veturinn, og hugsanlega hafi einkaneysla einnig aukist talsvert í janúar. Samkvæmt nýbirtum tölum Seðlabankans og okkar útreikningum var raunvöxtur í kortaveltu einstaklinga milli ára 7,6% í janúar. Vöxturinn er á svipuðum nótum og í desember síðastliðnum, en miklu hraðari en sá 1,8% vöxtur sem var að jafnaði í fyrra

Ör vöxtur netviðskipta

nullÍ janúar jókst kortavelta innanlands að raungildi um 6,3% en kortavelta erlendis óx hins vegar mun hraðar, eða um heil 24,2%. Síðarnefndi vöxturinn er athyglisverður, sér í lagi í ljósi þess að utanlandsferðum Íslendinga fjölgaði um 10% á sama tímabili. Teljum við að þessi mismunur skýrist að stórum hluta af örum vexti netviðskipta. Líkt og nú í janúar var mun meiri vöxtur í kortaveltu Íslendinga erlendis en innanlands í fyrra, eða um 7,0% á móti 1,2% að raunvirði, og þá þrátt fyrir að utanlandsferðum Íslendinga fjölgaði aðeins um tæpt 2% á milli ára. .

Kortavelta vex hraðar en kaupmáttur

Raunvöxtur kortaveltu í desember og janúar var raunar talsvert hraðari en hægt er að skýra með auknum kaupmætti eða annarri búbót hjá heimilum. Rétt er að hafa í huga að í tilfelli kreditkortanna er jólaverslunin að stórum hluta inni í janúartölunum. Getur því verið að heimilin hafi ákveðið að gera sérstaklega vel við sig þessi jólin, og er hugsanlegt að sá ábati sem mörg þeirra sjá fram á vegna skuldaaðgerða ríkisstjórnarinnar á næsta ári hafi verið þar áhrifaþáttur. Verður að sama skapi forvitnilegt að sjá hvernig þróunin verður í febrúartölum yfir kortaveltu, enda gætu ýmsir þurft að herða beltin til að borga niður jólareikningana.

Back

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall