Fréttir Greiningar

Vikan: Laun og íbúðaverð

16.09.2013 12:00

Nokkrir áhugaverðir hagvísar munu líta dagsins ljós nú í vikunni sem flestir hverjir lúta að þróun ágústmánaðar. Má hér nefna vísitölur launa og kaupmáttar sem Hagstofa Íslands birtir mánaðarlega. Þar að auki mun Þjóðskrá Íslands birta vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu, en hún verður birt á morgun.

Talsverð verðhækkun á íbúðamarkaði

nullÍ júlí síðastliðnum hækkaði íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu um 0,7% frá fyrri mánuði samkvæmt tölum Þjóðskrár. Þetta var fjórði mánuðurinn í röð sem dágóð hækkun átti sér stað á íbúðaverði á höfuðborgarsvæðinu á milli mánaða, sem að þessu sinni mátti einna helst rekja til 1,6% hækkun á verði sérbýlis á sama tíma og verð íbúða í fjölbýli hækkaði um 0,3%.

Þrátt fyrir ágætis hækkun íbúðaverðs í júlímánuði dró aðeins úr 12 mánaða takti vísitölunnar frá fyrri mánuði, eða úr 6,9% í 6,7%. Sömu sögu var að segja um þróun íbúðaverðs að raunvirði. Í júlí síðastliðnum nam hækkunin yfir síðustu 12 mánuði 2,7%, en hafði verið komin upp í 3,5% í júní. Við teljum góðar líkur á að 12 mánaða taktur vísitölunnar hafi hækkað að nýju í ágúst, þar sem vísitalan lækkaði um 0,2% í ágúst í fyrra.

Horfur á rýrnun kaupmáttar næstu mánuði

nullHagstofan mun birta launavísitölu sína fyrir ágústmánuð á föstudag. Í júlí síðastliðnum lækkaði launavísitalan um 0,1% frá fyrri mánuði, og var það í fyrsta skipti frá því í apríl síðastliðnum sem það gerist. Dró aðeins úr 12 mánaða hækkunartakti launavísitölunnar á milli júní og júlí, eða úr 5,7% í 5,5%.

Þrátt fyrir lækkun launavísitölunnar í júlí síðastliðnum jókst kaupmáttur launa um 0,2% í mánuðinum, enda hafði vísitala neysluverðs (VNV) lækkað um 0,3% í júlí. Þó dró talsvert úr 12 mánaða takti vísitölunnar á milli júní og júlí, eða úr 2,3% hækkun í 1,6%, enda jókst kaupmáttur launa um 0,8% í júlí í fyrra. Aukinn kaupmáttur launa í júlímánuði er þó ávallt skammgóður vermir enda eru það útsölurnar sem drífa lækkun VNV í júlí, sem ganga svo til baka í ágúst og september.

Horfur eru á að VNV hækki nokkuð hraðar en launavísitalan það sem eftir lifir árs. VNV hækkaði um 0,3% í ágúst síðastliðnum, og miðað við nýjustu verðbólguspá okkar reiknum við með að VNV hækki samanlagt um 1,3% til frá september til áramóta.  Frá ágúst til áramóta reiknum við með að launavísitalan hækki um tæpt 1%. Gangi spá okkar eftir mun kaupmáttaraukning launa yfir árið nema 1,0%. Þetta veltur þó vitaskuld á því hvenær nýir kjarasamningar, sem væntanlega líta dagsins ljós á síðasta fjórðungi ársins, taka gildi.

Dags.

Efni

Heimild

16.sep.13

Efnahagsyfirlit tryggingafélaga í lok ágúst 2013

Seðlabanki Íslands

17.sep.13

Fiskafli í ágúst 2013

Hagstofa Íslands

17.sep.13

Samræmd vísitala neysluverðs í ágúst 2013

Hagstofa Íslands

17.sep.13

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu í ágúst 2013

Þjóðskrá Íslands

18.sep.13

Upplýsingar um leiguverð íbúðarhúsnæðis í ágúst 2013

Þjóðskrá Íslands

19.sep.13

Verðmæti sjávarafla janúar-júní 2013

Hagstofa Íslands

19.sep.13

Velta skv. virðisaukaskattsskýrslum janúar til júní 2013

Hagstofa Íslands

20.sep.13

Vísitala lífeyrisskuldbindinga í ágúst 2013

Hagstofa Íslands

20.sep.13

Mánaðarleg launavísitala í ágúst 2013

Hagstofa Íslands

20.sep.13

Vísitala kaupmáttar launa í ágúst 2013

Hagstofa Íslands

20.sep.13

Greiðslujöfnunarvísitala í október 2013

Hagstofa Íslands

20.sep.13

Vísitala byggingarkostnaðar fyrir október 2013

Hagstofa Íslands

20.sep.13

Útboð ríkisbréfa

Lánamál ríkisins

Back

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall