Fréttir Greiningar

Ferðahugur í landanum í desember

09.01.2014 11:46

nullMun fleiri Íslendingar lögðu land undir fót í desember sl. en á sama tíma árið 2012, líkt og verið hefur upp á teningnum nú í haust og í vetur. Alls voru brottfarir Íslendinga um Keflavíkurflugvöll (KEF) 24,4 þúsund talsins í desember sl., sem er aukning upp á 15% frá því í desember árið á undan. Hafa brottfarir Íslendinga aðeins þrisvar sinnum áður verið fleiri í desembermánuði, en það var á árunum 2005-2007. Þetta er í takti við það sem við bjuggumst við og er ljóst að talsverður ferðahugur hefur gripið landsmenn á síðustu mánuðum nýliðins árs eftir dapurt sumar veðurlega séð, a.m.k. á stórum hluta landsins. Þetta má sjá í gögnum sem Ferðamálastofa Íslands birti nú í morgun.

Lítilsháttar aukning í utanlandsferðum

Þegar tölur Ferðamálastofu um brottfarir á fyrstu átta nullmánuðum ársins 2013 lágu fyrir benti allt til þess að samdráttur yrði í utanlandsferðum Íslendinga á árinu. Þróunin nú í haust og vetur hefur náð að snúa því við, og námu brottfarir Íslendinga á árinu í heild 364,9 þúsund samanborið við 358,2 þúsund árið á undan. Fjölgaði utanlandsferðum Íslendinga þar með um tæp 2% á milli ára. Sé árið 2013 borið saman við árið 2009, þegar áhrifin af hruninu voru hvað mest, hefur utanlandsferðum landans fjölgað um rúm 43% á fjórum árum, en þó er enn langt í land með að jafnmargir Íslendingar haldi erlendis og árin fyrir hrun. Náðu utanlandsferðir landans hápunkti á hinu mikla einkaneysluári 2007, en þá lögðu 451,9 þúsund Íslendingar land undir fót, eða 24% fleiri en í fyrra.

Back

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall