Fréttir Greiningar

Vel heppnað útboð hjá Reykjavíkurborg

06.09.2013 11:45

nullÓhætt er að segja að útboð Reykjavíkurborgar á skuldabréfaflokknum RVK 19 1 síðastliðinn miðvikudag hafi verið vel heppnað, en niðurstaða útboðsins var birt í gær. Bæði var þátttaka mikil og þau kjör sem borginni stóðu til boða á flokknum voru þau bestu frá upphafi. Þannig bárust alls tilboð fyrir 1.600 m.kr. að nafnvirði á kröfu sem var á bilinu 1,50%-2,05%. Ákvað borgin að taka tilboðum fyrir 510 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 1,80%. Er hér um að ræða hagstæðustu kjör borgarinnar á flokknum frá því hann leit fyrst dagsins ljós, sem var í maí í fyrra. Heildarstærð RVK 19 1 er nú 2.415 m.kr. 

Borgin áætlar að gefa út bréf fyrir 3.299 m.kr. að söluandvirði á árinu. Eftir útboð vikunnar er útgáfan á árinu komin upp í 2.021 m.kr. að söluandvirði, eða sem nemur 61% af því sem útgáfuáætlunin hljóðar upp á. Stendur því eftir 1.278 m.kr. útgáfa til ársloka í þremur útboðum. Má búast við að spurn verði talsverð eftir bréfum borgarinnar á næstunni, enda framboð af nýjum verðtryggðum skuldabréfum opinberra aðila takmarkað um þessar mundir. Næsta útboð borgarinnar er fyrirhugað þann 9. október næstkomandi.

 

Back

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall