Fréttir Greiningar

Ágætur gangur í dagvöruveltu í ágúst

17.09.2013 09:53

nullVelta í dagvöruverslunum hefur aukist um  5,1% milli ágústmánaðar nú og á síðasta ári ef litið er til árstíðarleiðréttra talna á föstu verðlagi. 12 mánaða taktur vísitölunnar á þennan mælikvarða hefur ekki verið hærri síðan í mars 2011.

Vísitalan lækkaði skarpt í kjölfar hruns í takt við þá þróun sem varð á kauphegðun og mannfjölda. Neytendur sóttu þá í auknum mæli í lágvöruverðsverslanir en að auki gætti samdráttar í mannfjölda á árinu 2009. Frá byrjun árs 2011 hefur 12 mánaða þróun árstíðarleiðréttrar vísitölu á föstu verðlagi hins vegar að mestu verið jákvæð.

Hugsanlega gætir áhrifa erlendra ferðamanna

Eins og við fjölluðum um í Morgunkorni Greiningar í gær benda kortaveltutölur þó til þess að neysla Íslendinga innanlands sé lítið að aukast. Það má því velta því fyrir sér hvort áhrifa erlendra ferðamanna gæti ekki í tölunum en þeim hefur fjölgað verulega síðustu ár. Þannig voru til að mynda að meðaltali 62 þúsund útlendingar á landinu í hverjum mánuði sl. 12 mánuði, en Íslendingar eru um 324 þúsund talsins m.v. síðustu tölur Hagstofunnar. Slík áhrif ættu þá að vera sérstaklega sterk síðsumars, þegar fjöldi erlendra ferðamanna nær hámarki ár hvert.

Back

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall