Frétt

Islandsbanki hf. : Annað árshlutauppgjör 2F2014

Helstu niðurstöður

  • Afkoma bankans eftir skatta var jákvæð um 6,4 ma. kr. á 2F14 (2F13: 6,6 ma. kr.) og 14,7 ma. kr. á 1H2014 (1H2013: 11,2 ma. kr.)
  • Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 14,5%  í 2F14 (2F2013: 17,4%) og 16,9% á fyrri hluta ársins (1H2013: 14,8%), þrátt fyrir að eigið fé bankans hækkaði um 14% á milli ára úr 156 ma. kr. í 178 ma. kr.
  • Eiginfjárhlutfall  var áfram sterkt eða 29,3% (mars14: 30,3%) og eiginfjár-hlutfall A (Tier 1) var 26,1% (mars2014: 27,0%). Lækkunin sem skýrist að hluta af 2% hækkun áhættugrunns (RWA) í 674 ma. kr. (1F2014: 664 ma.kr.).
  • Hreinar vaxtatekjur voru 6,9 ma. kr á 2F2014 (2F2013: 7,0 ma. kr.) og 13,6 ma.kr. á 1H2014 (1H2014: 14,5 ma.kr.)  Vaxtamunur var 3,1% á 2F2014 (2F2013: 3,4%) sem er í takt við langtíma áætlanir bankans .
  • Hreinar þóknanatekjur voru 2,8ma. kr. á 2F2014  (2F2013: 2,7 ma. kr.) sem er hækkun um 5,5% á milli ára og 5,7 ma.kr. á 1H2014 (1H13: 5,1 ma.kr.) Aukninguna má að mestu rekja til viðskiptabankasviðs, markaða, eignastýringar og dótturfélaga.
  • Kostnaðarhlutfall bankans var 56,0% (2F2013: 58,8%); lækkunina má rekja til til fækkunar starfsmanna og áframhaldandi kostnaðaraðhalds.
  • Frá stofnun bankans hafa um 36,000 einstaklingar og um 4.200 fyrirtæki fengið afskriftir, eftirgjafir eða leiðréttingar á skuldum sem nema 561 ma. kr.
  • Öllum stórum málum sem lúta að fjárhagslegri endurskipulagningu hefur nú verið lokið. LPA hlutfallið var 7,3% (mars14: 7,8%) og þau smærri mál sem eftir standa munu hvert fyrir sig hafa lítil áhrif á hlutfallið.  Hlutfall vanskila umfram 90 daga var 3,5% (mars14: 3,8%).
  • Heildareignir voru 908 ma. kr. (mars14: 884 ma. kr.), sem er 3% aukning frá lokum fyrsta ársfjórðungs.  Lán til viðskiptavina námu 604 ma. kr. (mars 2014: 566 ma. kr.), sem er 7% hækkun á milli fjórðunga.
  • Heildarinnlán jukust í 543 ma. kr. úr 530 ma. kr. í lok mars 2013, sem má rekja til eðlilegra sveiflna í innlánum frá viðskiptavinum og fjármálastofnunum.

Nánari upplýsingar um afkomu bankans má finna í ítarlegri afkomutilkynningu hér meðfylgjandi.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:

„Afkoma annars ársfjórðungs var mjög góð og skilaði bankinn arðsemi eigin fjár upp á 14,5%. Síðustu tvo fjórðunga höfum við séð góðan vöxt í útlánum og hafa þau aukist um 9% frá áramótum. Við sjáum einnig góðan vöxt í þóknanatekjum og dreifist vöxturinn vel á milli tekjusviða bankans.

Kostnaðarhagræðing gengur vel og lækkar stjórnunarkostnaður um 13,4% á milli ára. Við héldum áfram að auka sjálfvirkni og að hagræða í útibúaneti bankans. Afgreiðslunni í Kringlunni var breytt í sjálfsafgreiðslu og við stefnum að því að sameina útibú bankans í Lækjargötu og Eiðistorgi í eitt útibú í vesturbæ Reykjavíkur í byrjun næsta árs. Við sjáum mikinn vöxt í notkun á Appinu og viðskiptavinir hafa tekið nýjungunum vel en nú geta þeir m.a. greitt reikninga, millifært og haft gott yfirlit yfir fjármálin.

Íslandsbanki gaf út skuldabréf í evrum í fyrsta sinn á ársfjórðungnum að upphæð 100 milljónir evra og markaði útgáfan tímamót fyrir bankann og íslenska fjármálakerfið. Útgáfan fylgdi í kjölfar góðs lánshæfismats, en í apríl fékk bankinn einkunnina BB+/B með stöðugum horfum frá S&P, sem er einu þrepi frá íslenska ríkinu.

Traust staða Íslandsbanka á íslenskum fjármálamarkaði hefur vakið athygli erlendis og valdi alþjóðlega fjármálatímaritið Euromoney Íslandsbanka besta bankann á Íslandi annað árið í röð. Íslandsbanki var einnig valinn besti fjárfestingabankinn á Íslandi en þetta er í fyrsta sinn sem verðlaun voru veitt í þeim flokki hér á landi.“

Fjárfestakynning á Kirkjusandi

Í dag kl. 11.30 munu Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, og Jón Guðni Ómarsson, fjármálastjóri, kynna afkomu bankans á opnum fjárfestafundi og svara fyrirspurnum. Fundurinn fer fram á íslensku og er haldinn í höfuðstöðvum bankans að Kirkjusandi. Boðið verður upp á veitingar.

Skrá mig á fjárfestafund á Kirkjusandi.

Símafundur á ensku

Einnig er markaðsaðilum boðið upp á símafund kl. 14.00 á ensku. Farið verður yfir helstu atriði í íslenskum efnahagsmálum og afkomu bankans. Vinsamlegast skráið ykkur á símafundinn með að senda póst á ir@islandsbanki.is. Fundargögn og aðgangsorð vegna símafundar verða send út til skráðra aðila 2 tímum fyrir fundinn.

Öll gögn er tengjast afkomu bankans má finna á www.islandsbanki.is/fjarfestatengsl

Nánari upplýsingar

Til baka

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall