Frétt

Óverðtryggður flokkur sértryggðra skuldabréfa stækkaður

Íslandsbanki hf. hefur í dag lokið útboði á einum útistandandi flokki sértryggðra skuldabréfa sem skráð er á NASDAQ OMX Iceland. Óverðtryggða 3 ára útgáfan ISLA CB 15, var stækkuð um ISK 780.000.000 á ávöxtunarkröfunni 6,3%.

Heildarstærð ISLA CB 15 útgáfunnar er nú orðin ISK 2.520.000.000. Alls hefur Íslandsbanki gefið út fjóra flokka sértryggðra skuldabréfa samtals að upphæð ISK 16.270.000.000 frá fyrstu útgáfu bankans á slíkum bréfum í desember 2011.

Heildareftirspurnin í útboðið var ISK 880.000.000 en 89% tilboða var tekið. Stefnt er á að bréfin verði tekin til viðskipta í NASDAQ OMX Iceland þann 10. maí næstkomandi. Viðskiptavakt fyrir alla flokka sértryggðra skuldabréf Íslandsbanka er á vegum MP banka.

Bréfin eru gefin út í samræmi við lög nr. 11 frá 2008 um sértryggð skuldabréf þar sem strangar kröfur eru gerðar til útgefenda. Tryggingasafnið að baki skuldabréfunum skal standast sérstök vikuleg álagspróf með tilliti til vaxta og gengis gjaldmiðla. Þá hefur Fjármálaeftirlitið sérstakt eftirlit með útgáfunum, sem einnig tilnefnir sjálfstæðan skoðunarmann til að sinna eftirliti. Skýrslur um tryggingasafnið að baki sértryggðu skuldabréfunum eru gefnar út ársfjórðungslega og má finna á vef Íslandsbanka.

Til baka

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall