Frétt

Afkoma fyrstu þrjá ársfjórðunga 2012

Viðtal við Jón Guðna Ómarsson, fjármálastjóra Íslandsbanka.

Helstu niðurstöður óendurskoðaðs uppgjörs

  • Afkoma bankans eftir skatta var jákvæð um 16,2 milljarða samanborið við 11,3 milljarða fyrstu þrjá ársfjórðunga 2011.
  • Hagnaður eftir skatta á þriðja ársfjórðungi var 4,6 milljarðar samanborið við 3,3 milljarða á þriðja ársfjórðungi 2011.
  • Hagnaður eftir skatta af reglulegri starfsemi var 10,8 milljarðar fyrstu 9 mánuði ársins, samanborið við 11,4 milljarða á sama tímabili í fyrra. 
  • Skattar og gjöld greidd ríkisstofnunum voru 6,7 milljarðar á tímabilinu, samanborið við 4,5 milljarða á sama tímabili árið 2011.
  • Nettó tekjufærsla vegna endurmats lánasafnsins var jákvæð um 2,8 milljarða á tímabilinu, samanborið við 0,8 milljarða gjaldfærslu á sama tímabili í fyrra. 
  • Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 16,3%, samanborið við 11,9% á sama tímabili 2011. Arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi var 10,9%, samanborið við 12,0% á sama tímabili árið 2011. 
  • Frá stofnun bankans hafa um 19.300 einstaklingar og um 3.340 fyrirtæki fengið afskriftir, eftirgjafir eða leiðréttingar á skuldum sem nema um 420 milljörðum króna. 
  • Heildareignir við lok þriðja ársfjórðungs námu 813 milljörðum, samanborið við 796 milljarða í árslok 2011. 
  • Heildarinnlán við lok ársfjórðungsins námu 524 milljörðum, samanborið við 526 milljarða í árslok 2011. 
  • Vaxtamunur var 3,9% á tímabilinu, samanborið við 4,8% á sama tímabili 2011.
  • Eigið fé nam 140 milljörðum í lok tímabilsins, sem er hækkun um 13,2% frá árslokum 2011. Fjárhagsstaða Íslandsbanka er traust, eiginfjárhlutfall var 24,3% í lok tímabilsins.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka

„Ég er ánægð með þetta uppgjör sem er í takt við fyrri árshlutareikninga bankans á þessu ári. Starfsfólk Íslandsbanka getur verið stolt af þeim árangri sem náðst hefur frá stofnun bankans en jafnvægi hefur aukist mjög í rekstrinum. Lausafjárstaða bankans er áfram sterk sem og eiginfjárhlutfallið sem er vel yfir því lágmarki sem Fjármálaeftirlitið setur.

Þóknanatekjur hafa aukist milli ára og má rekja það meðal annars til aukinna verkefna tengdum markaðsviðskiptum og fyrirtækjaráðgjöf. Við sjáum skýr merki þess að markaðir eru að lifna við. Íslandsbanki hafði umsjón með skuldabréfaútboði Eikar fasteignafélags en útboðið var það stærsta hjá einkaaðila frá árinu 2008 og markar ákveðin tímamót í fyrirtækjafjármögnun. Þá hafði Íslandsbanki umsjón með skráningu hlutabréfa Eimskipa og er að vinna að fyrirhugaðri skráningu hlutabréfa Vodafone í kauphöllina auk þess sem unnið er að skráningu annarra stórfyrirtækja á markað.

Útgáfa á sértryggðum skuldabréfum bankans hélt áfram, tveir flokkar hafa verið stækkaðir og í október gaf bankinn í fyrsta sinn út óverðtryggðan flokk. Umframeftirspurn var í báðum útboðum en Íslandsbanki hefur nú gefið út sértryggð skuldabréf að upphæð 11,4 milljarða frá því í desember 2011.

Dómur Hæstaréttar í máli Borgarbyggðar sem féll í október víkkaði fordæmisgildi Hæstaréttardóms frá febrúar vegna endurútreiknings ólögmætra gengistryggðra lána. Áður höfðu bankarnir valið 11 prófmál til að svara þeim álitamálum sem enn voru uppi eftir dóminn í febrúar. Íslandsbanki telur að flestum þessara álitamála hafi verið svarað í dómnum í október og féll því frá þremur dómsmálum til að flýta endurútreikningi. Bankinn stendur við fyrri yfirlýsingar sínar um að betri réttur viðskiptavina gildi og mun nú endurreikna 14.000 ólögmæt gengistryggð lán.”

Nánari upplýsingar

Fréttatilkynning

Afkomukynning

Árshlutareikningur

Til baka

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall