Frétt

Islandsbanki hf. : 95% hlutur afhentur Seðlabanka Íslands og íslenska ríkinu

Glitnir hefur nú undirritað samning um að afhenda Seðlabanka Íslands og íslenska ríkinu stöðugleikaframlag slitabúsins. Hluti af stöðugleikaframlaginu er 95% hlutur Glitnis í Íslandsbanka. Fyrir átti ríkið 5% hlut og mun bankinn því verða alfarið í eigu ríkisins. Þessi breyting er háð samþykki Samkeppniseftirlitsins og munu eigendaskiptin ekki eiga sér stað fyrr en það samþykki er fengið.

Eins og fram hefur komið mun breytt eignarhald ekki hafa áhrif á daglega starfsemi Íslandsbanka og munu viðskiptavinir og starfsmenn ekki finna fyrir breytingum vegna þessa.

Til baka

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall