Frétt

Islandsbanki hf.: Íslandsbanki gefur út víkjandi skuldabréf að fjárhæð 500 milljónir sænskra króna til 10 ára

Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 500 milljónir sænskra króna til 10 ára með innköllunarheimild af hálfu útgefanda eftir 5 ár (10NC5). Skuldabréfið, sem er víkjandi og telur til eiginfjárþáttar 2 (e. Tier 2), ber fljótandi vexti 250 punkta ofan á þriggja mánaða millibankavexti í sænskum krónum. Búist er við að útgáfan fái lánshæfismatseinkunna BBB- frá S&P Global Ratings sem er einkunn í fjárfestingaflokki.

Þetta er önnur víkjandi skuldabréfaútgáfa Íslandsbanka en í nóvember 2017 gaf bankinn út fyrstu víkjandi skuldabréfaútgáfu (fjárhæð 750 milljónir sænskra króna) sem íslensk fjármálastofnun selur á erlendum markaði frá árinu 2008.

Íslandsbanki hefur áhuga á að viðhalda sterkri stöðu sinni á norrænum skuldabréfamörkuðum og var núverandi útgáfu þar af leiðandi sérstaklega beint að fagfjárfestum frá Norðurlöndunum. Bankinn hefur takmarkaða þörf fyrir útgáfu á skuldabréfum sem telja til eiginfjárþáttar 2 (e. Tier 2) og minnkar hún enn frekar með þessari útgáfu. Áhugi erlendra fjárfesta á útgáfunni ber vitni um traust þeirra til Íslandsbanka og íslensks efnahagsumhverfis.

Útgáfan verður gefin út undir 2,5 milljarða dollara Global Medium Term Notes (GMTN) útgáfuramma bankans. Grunnlýsingu GMTN rammans ásamt viðaukum má finna á vefsíðu fjárfestatengsla.

Stefnt er að skráningu skuldabréfanna í Kauphöllina á Írlandi þann 31. ágúst 2018.
Umsjónaraðilar útboðsins voru Danske Bank, Nordea og Swedbank.

Nánari upplýsingar veita:

Fjárfestatengsl – Gunnar Magnússon, ir@islandsbanki.is og í síma 440 4665.

Til baka

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall