Frétt

Islandsbanki hf. : Flokkar sértryggðra skuldabréfa stækkaðir

Íslandsbanki hf. hefur í dag lokið útboði á útistandandi flokkum sértryggðra skuldabréfa sem skráðir eru á Nasdaq Iceland. Óverðtryggði flokkurinn ISLA CB 19 var stækkaður um 460.000.000 kr. á ávöxtunarkröfunni 6,64%, verðtryggði flokkurinn ISLA CBI 20 um 720.000.000 kr. á ávöxtunarkröfunni 3,20% og verðtryggði flokkurinn ISLA CBI 24 um 540.000.000 kr. á ávöxtunarkröfunni 3,20%.

Heildarstærð ISLA CB 19 útgáfunnar er nú orðin 1,86 ma. kr. og ISLA CBI 20 er orðin 2,82 ma. kr. Heildarstærð ISLA CBI 24 getur í mesta lagi orðið 10 ma. kr. og verður við þessa útgáfu orðin 9,94 ma. kr. Var þetta því síðasta útboð sem haldið verður í þeim flokki og gert er ráð fyrir því að boðinn verði út nýr sambærilegur flokkur í hans stað í næsta útboði bankans. Alls hefur Íslandsbanki gefið út sjö flokka sértryggðra skuldabréfa samtals að upphæð 33,81 ma. kr. frá fyrstu útgáfu bankans á slíkum bréfum í desember 2011.

Heildareftirspurnin í útboðinu var 2,41 ma. kr., en 71% tilboða var tekið. Stefnt er á að bréfin verði tekin til viðskipta í Nasdaq Iceland þann 20. mars næstkomandi. Viðskiptavakt fyrir alla flokka sértryggðra skuldabréfa Íslandsbanka er á vegum MP banka.

Til baka

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall