Frétt

Islandsbanki hf.: Útboð á sértryggðum skuldabréfum 18. desember

Íslandsbanki hf. verður með útboð á sértryggðum skuldabréfum þriðjudaginn 18. desember 2018.

Boðinn verður út óverðtryggði flokkurinn ISLA CB 23. Stefnt er að töku skuldabréfanna til viðskipta á Nasdaq Iceland þann 27. desember 2018.

Athugið að gegn samþykktum tilboðum í ISLA CB 23 verður hægt að greiða með ISLA CB 19. Íslandsbanki mun þá kaupa ISLA CB 19 á fyrirframákveðnu verði, þ.e. hreina verðinu 100,5258 sem jafngildir ávöxtunarkröfunni 5,10%. Andvirði ISLA CB 19 ásamt áföllnum vöxtum kemur þá sem greiðsla upp í kaup á nýju bréfunum útgefnum 27. desember 2018. Uppgjör viðskipta fer fram 27. desember 2018.

Verðbréfamiðlun Íslandsbanka hefur umsjón með útboðinu. Tilboðum skal skilað á tölvupóstfangið vbm@isb.is fyrir kl. 16:00 þann 18. desember.

Nánari upplýsingar veita:

Fjárfestatengsl - Gunnar S. Magnússon, ir@islandsbanki.is og í síma 440 4665.

Til baka

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall