Frétt

Islandsbanki hf.: Íslandsbanki undirritar samning um viðskiptavakt við Arion banka, Kviku og Landsbankann

Íslandsbanki hf. hefur undirritað samninga við Arion banka hf., Kviku hf. og Landsbankann um viðskiptavakt á eftirmarkaði með sértryggð skuldabréf útgefin af Íslandsbanka. Skuldabréfin eru skráð á Nasdaq Iceland og taka skyldur viðskiptavaka samkvæmt samningi gildi þann 16. október 2018.

Tilgangur þessa samnings er að efla viðskipti með þau skuldabréf sem samningurinn tekur til, auka seljanleika þeirra á eftirmarkaði og stuðla að eðlilegri verðmyndun.

Viðskiptavakar munu daglega setja fram kaup- og sölutilboð í skuldabréfin.

Lágmarksfjárhæð tilboða í markflokka skuldabréfa skal vera 80 m.kr. en lágmarksfjárhæð tilboða í aðra flokka skal vera 20 m.kr. Fyrir markflokka gildir að ef útistandandi nafnvirði er minna en 10 ma. kr. skal fjárhæð tilboða vera 60 m.kr. en 80 m.kr. þegar stærð flokks hefur náð 10 ma. kr. að nafnvirði. Skuldabréfaflokkarnir ISLA CB 23, ISLA CBI 26 og ISLA CBI 30 eru markflokkar.

Hámarksmunur kaup- og sölutilboða fer eftir árafjölda til lokagjalddaga á hverjum tíma sbr. neðangreinda töflu:

 Eftirstandandi líftími bréfs   Hámarksverðbil 
 0 - 6 mánuðir  Ekkert
 6 mánuðir - 2 ár  0.20%
 2 - 4 ár  0.30%
 4 - 6 ár  0.35%
 6 - 9 ár  0.60%
 9 - 12 ár  0.70%
 12 - 18 ár  1.00%
18 ár eða lengra  1.15%

Verðtryggðir flokkar sem eru ótækir til frekari útgáfu vegna reglna Seðlabanka Íslands nr. 492/2001 um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár, með síðari breytingum, eru undanþegnir ofangreindum kvöðum um hámarksmun kaup- og sölutilboða.

Skyldur einstakra viðskiptavaka falla niður á tilteknum viðskiptadegi ef viðskiptavaki hefur átt viðskipti (tilgreind "AUTO") með sértryggð skuldabréf fyrir 500 m. kr. að nafnverði samanlagt í þeim flokkum sem samningurinn nær til.

Frá gildistöku samninga um viðskiptavakt geta viðskiptavakar fengið tímabundin bréfalán í flokki þeirra skuldabréfa sem samningurinn tekur til. Hámarkslán til einstakra viðskiptavaka er 320 m. kr. að nafnverði í hverjum markflokki og flokkum sem áður hafa verið skilgreindir sem markflokkar en 80 m. kr. í öðrum flokkum.

Nánari upplýsingar veita:

Fjárfestatengsl - Gunnar S. Magnússon, ir@islandsbanki.is og í síma 440 4665.

Til baka

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall