Frétt

Íslandsbanki hf.: Niðurstaða úr skilyrtu endurkaupatilboði

Íslandsbanki hefur í dag tilkynnt niðurstöðu úr skilyrtu endurkaupatilboði til eigenda á EUR 300.000.000 2,875% skuldabréfaútgáfu á gjalddaga 27. júlí 2018 (ISIN XS1266140984) sem tilkynnt var um 5. desember 2017 þar sem bankinn bauðst til að kaupa skuldabréfin til baka gegn greiðslu reiðufjár. Tilboðið var háð þeim skilmálum og skilyrðum sem lýst var í endurkaupatilboði (e. Tender Offer Memorandum) dagsettu 5. desember 2017. 

Bankanum bárust gild tilboð að fjárhæð EUR 158.160.000 og samþykkti tilboð að upphæð EUR 149.260.000. Samþykktarhlutfall (pro rata scaling factor) er 99.5%.

Nánari upplýsingar um niðurstöðu endurkaupatilboðsins er að finna í tilkynningu sem birt var í írsku kauphöllinni (www.ise.ie) þar sem skuldabréfið er skráð.

Til baka

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall