Frétt

Íslandsbanki hf.: Niðurstaða útboðs sértryggðra skuldabréfa

Íslandsbanki hf. lauk í dag útboði á sértryggðum skuldabréfum.

Heildareftirspurn í útboðinu var 3.060 m.kr.

Verðtryggði flokkurinn ISLA CBI 22 var stækkaður um 400 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 3,14%. Heildartilboð voru 900 m.kr. á bilinu 3,14% - 3,18%. Heildarstærð flokksins verður 17.740 m.kr. eftir útgáfuna.

Samþykkt tilboð í nýjan verðtryggðan flokk ISLA CBI 30 voru samtals 1.720 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 2,72%. Heildartilboð voru 2.160 m.kr. á bilinu 2,68% - 2,73%. Heildarstærð flokksins verður 9.040 m.kr. eftir útgáfuna.

Stefnt er að töku skuldabréfanna til viðskipta í Nasdaq Iceland þann 20. júní næstkomandi.

Það sem af er ári 2017 hefur Íslandsbanki gefið út sértryggð skuldabréf fyrir 30.640 m.kr. Heildarfjárhæð útistandandi sértryggðra skuldabréfa Íslandsbanka að afloknu útboði verður að nafnverði 95.340 m.kr.

Til baka

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall