Gjaldeyrisreikningur

Gjaldeyrisreikningar eru óverðtryggðir innlánsreikningar án lágmarksinnistæðu eða bindingar. Einnig er í boði að stofna reikning með bindingu í 3 eða 6 mánuði með hærri ávöxtun. Eftir að binditíma lýkur er innborgunin laus til útborgunar í einn mánuð í senn á 3 eða 6 mánaða fresti.

Reikningarnir henta bæði þeim sem geta tekið áhættu í ávöxtun með því að nýta sér þróun í gengismálum og þeim sem eru með greiðslur í erlendri mynt. 

Hægt er að stofna Gjaldeyrisreikning í Netbanka og útibúum Íslandsbanka.

Úttektir af gjaldeyrisreikningum

  • Úttektir í íslenskum krónum eru án kostnaðar
  • Ef tekið er út í erlendum seðlum er greitt 1,5% seðlaþóknun. Seðlaþóknun er vegna kostnaðar bankans við að liggja með og meðhöndla erlenda seðla.
  • Ef tekið er út af reikningum í erlendum tékkum þarf að greiða fast gjald fyrir hvern tékka
Til baka

Skilmálar

Stofnun reiknings
Reikningurinn er stofnaður í útibúi Íslandsbanka eða Netbanka Íslandsbanka.

Inn- og útborganir
Heimilt er að leggja inn á og taka út af gjaldeyrisreikningi án annarra takmarkana en þeirra sem leiða af lögum og reglugerðum svo sem lögum um gjaldeyrismál og lögum um peningaþvætti. Allar innborganir á gjaldeyrisreikningi og útborganir af honum eru miðaðar við gengisskráningu Íslandsbanki hf. eins og hún er á hverjum tíma. Ef inn- og útborganir eiga sér stað í öðrum myntum en í reikningsmyntinni er með þær farið eftir þeim reiknireglum Íslandsbanka hf. sem í gildi eru hverju sinni.

Útborgun getur farið fram á hvaða afgreiðslustað bankans sem er, sé öðrum skilyrðum til úttektar fullnægt og fullgildum persónuskilríkjum framvísað eða vottuðu umboði reikningseiganda til úttektar. Umboðshafi skal sanna á sér deili með sama hætti og reikningseigandi og afhenda afrit umboðs til varðveislu í útibúi.

Vaxtatímabil
Vaxtatímabilið er frá 1. janúar til 31. desember ár hvert. Vextir eru færðir á höfuðstól við lok hvers árs.

Þóknanir
Við inn- og útborganir greiðist þóknun til bankans fyrir einstaka þjónustuliði samkvæmt gildandi verðskrá bankans hverju sinni.

Kjör og skilmálar
Reikningurinn er óverðtryggður innlánsreikningur með breytilegum vöxtum. Skilmálar þessir og kjör reikningsins eru háð ákvörðun bankans hverju sinni. Upplýsingar um kjör reikningsins er að finna í vaxtatöflu bankans.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall