UFS uppgjör Íslandssjóða

Um Íslandssjóði

Íslandssjóðir hf. er elsta sjóðastýringarfyrirtæki á Íslandi, upprunalega stofnað árið 1994 og er í eigu Íslandsbanka. Félagið er með starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfasjóða samkvæmt lögum nr. 116/2021 og sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða samkvæmt lögum nr. 45/2020.

Íslandssjóðir stýra 22 sjóðum fyrir almenna fjárfesta, fimm sérhæfðum sjóðum og þjónustar auk þess fjárfestingarfélög sem fjárfesta í óskráðum hlutabréfum og fasteignum. Íslandssjóðir stýra eignum sem nema rúmlega 400 milljörðum króna og yfir 12.000 sparifjáreigendur og fjárfestar hafa valið að ávaxta eignir sínar í sjóðum félagsins.

Félagið starfrækir úrval hlutabréfasjóða og blandaðra sjóða og er stærst í rekstri skuldabréfasjóða á Íslandi bæði þegar horft er til fjölda sjóða og eigna í stýringu. Íslandssjóðir hafa auk þess sérhæft sig í fasteignasjóðum og framtakssjóðum.

Sjálfbærni félagsins

Þessi sjálfbærniskýrsla fyrir árin 2018-2020 var unnin í samræmi við UFS (umhverfismál, félagslegir þættir og stjórnarhættir) leiðbeiningar Nasdaq og Greenhouse Gas Protocol sem og Global Reporting Initiative (GRI). Þá hefur viðeigandi mikilvægis- og áhættumælikvörðum verið bætt við sem tekur til grunnstarfsemi Íslandssjóða. CIRCULAR Solutions, sjálfbærniráðgjöf, sá um að rýna innri og ytri gögn og staðfesti þau ásamt því að tryggja samræmingu við GHG Protocol. Þá sá CIRCULAR um mat á mikilvægis- og áhættumælikvörðum.

 
Fyrirvari vegna fræðsluefnis
Tekið skal fram að umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum eða þjónustu. Íslandssjóðir hf. ber enga ábyrgð á viðskiptum sem kunna að vera gerð á grundvelli þeirra upplýsinga sem fram koma á vefsíðu þessari. Íslandssjóðir hf. ábyrgist ekki nákvæmni, áreiðanleika né réttmæti upplýsinga sem upprunnar eru frá þriðja aðila.