Skuldabréf - Sjóður 1

Sjóðnum hefur verið slitið. Laust fé og andvirði ríkisbréfa hefur verið greitt inn á innlánsreikninga sjóðsfélaga í samræmi við hlutfallslega eign þeirra. Aðrar eignir flokksins verða greiddar á sama hátt eftir því sem þær fást greiddar uns engar eignir verða eftir í eignasafni flokksins. Íslandssjóðir hf. mun að eigin frumkvæði greiða inn á innlánsreikninga hlutdeildarskírteinishafa hjá Íslandsbanka hf. Íslandssjóðir hf. skal hlutast til um að stofnaðir verði innlánsreikningar hjá Íslandsbanka fyrir hlutdeildarskírteinishafa sem ekki eiga nú þegar innlánsreikninga hjá bankanum.

Upplýsingablað Sjóður 1A Upplýsingablað Sjóður 1B

 

 

Markmið

Markmið sjóðsins er innheimta skuldabréf í eigu sjóðsins á sem skjótastan og áhrifaríkastan hátt og greiða þau til sjóðsfélaga með reglulegum greiðslum. Sjóðurinn mun ekki endurfjárfesta fyrir fjármagn sem innheimtist á gjalddögum skuldabréfa heldur safna því upp til reglulegra útreiðslna.

Útgreiðslur úr sjóðum 1A og 1B

Alls hefur verið greitt 24.350 m.kr. út úr sjóðum 1A og 1B.

Útgreiðslur
Sjóður 1A* Sjóður 1B*
Útgreiðsla 28.01.2009 0 1.161
Útgreiðsla 01.07.2009 0 123
Útgreiðsla 01.09.2009 0 4.184
Útgreiðsla 07.12.2009 0 2.091
Útgreiðsla 08.02.2010 5.769 0
Útgreiðsla 12.05.2010 316 1.445
Útgreiðsla 03.12.2010 316 491
Útgreiðsla 04.05.2011 846 1.310
Útgreiðsla 15.12.2011 415 642
Útgreiðsla 15.06.2012 157 243
Útgreiðsla 21.11.2012 585 906
Útgreiðsla 27.06.2013 264 170
Útgreiðsla 11.04.2014 242 374
Útgreiðsla 05.11.2015 622  963 
Útgreiðsla 27.06.2016
279  433 
*Upphæðir í m.kr.

 

Fréttatilkynningar

Áhætta

Gengi sjóðsins endurspeglar verðmat bréfa á hverjum tíma og breytist eftir því sem aðstæður útgefenda í sjóðnum breytast. Slíkt verðmat miðast við bestu fáanlegu upplýsingar á hverjum tíma en þar sem þær geta breyst ört þá geta bréf verið tímabundið of- eða vanmetin. Einstakir útgefendur bréfa í eigu sjóðsins geta orðið gjaldþrota eða geta ekki greitt sjóðnum skuldir sínar að fullu.

Almennur fyrirvari
Fjárfestingu í sjóðum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta. Eignarhlutdeild í verðbréfa- eða fjárfestingarsjóði getur rýrnað, aukist eða staðið í stað og ber m.a. að hafa í huga áhættu vegna efnahagsástands, alþjóðlegra fjárfestinga auk gengisflökts gjaldmiðla þegar eignir sjóðs eru í erlendum gjaldmiðlum. Bent skal á að ávöxtun í fortíð er hvorki vísbending um né trygging fyrir ávöxtun í framtíð. Fjárfestingarmarkmið og fjárhagsstaða fjárfesta eru mismunandi. Þeim aðilum sem hafa hug á viðskiptum er bent á að leita sér sérfræðilegrar ráðgjafar og kynna sér vel hina ýmsu fjárfestingakosti sem í boði eru. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér útboðslýsingar sjóða, sérstaklega umfjöllun um áhættur. Athygli skal vakin á að áhætta af fjárfestingu eykst samfara fjármögnun fjárfestingarinnar með lánsfé.

Tekið skal fram að umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Gengisþróun og ávöxtun
Í línuriti gengisþróunar er birt gengi viðkomandi sjóðs sl. eitt ár. Nafnávöxtun tímabila sem eru styttri en eitt ár er ekki reiknuð upp á ársgrundvöll heldur er þar um gengisbreytingu að ræða. Nafnávöxtun tímabila sem ná yfir eitt ár og lengur er reiknuð yfir á ársgrundvöll. Uppreikningur ávöxtunar miðast ávallt við síðasta skráða gengi og er í grunnmynt hvers sjóðs.

Fjárfesting í afleiðum
Sjóðum er heimilt að nota afleiður til að fastsetja hagnað eða til að draga úr áhættu, eða til að festa verð á verðbréfum vegna fyrirsjáanlegra innlausna eða til að bregðast við markaðsaðstæðum, enda sé það hluti af fjárfestingarstefnu sjóðsins. Fjárfestum er bent á að kynna sér nánari útskýringar á beitingu afleiðna sem er að finna í útboðslýsingu viðkomandi sjóða.

Skattlagning
Um skattlagningu hagnaðar af hlutdeildarskírteinum gilda lög um tekjuskatt nr. 90/2003, lög um fjármagnstekjuskatt nr. 94/1996 ásamt lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda nr. 45/1987. Frekari skattlagning getur þó komið til. Vakin skal athygli á því að skattameðferðin ræðst af aðstæðum hvers viðskiptavinar fyrir sig og getur tekið breytingum í framtíðinni. Um erlenda aðila gilda reglur þess ríkis sem viðkomandi hefur skattalegt heimilisfesti í. Fjárfestum er ráðlagt að leita sér ráðgjafar og/eða upplýsinga um skattaleg áhrif þess að fjárfesta í sjóðum.

* Ávöxtun umfram 12 mánuði er umreiknuð í ávöxtun á ársgrundvelli. Styttri tímabil eru ekki umreiknuð yfir á ársgrundvöll.