Valmynd

Íslandssjóðum veitt viðurkenning fyrir góða stjórnarhætti

Íslandssjóðir hf. hlaut í dag viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum áttunda árið í röð. Viðurkenninguna veita Stjórnvísi, Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq á Íslandi.  

Verkefnið fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum felur í sér að fyrirtækjum gefst tækifæri til að undirgangast formlegt mat á starfsháttum stjórnar og stjórnenda fyrirtækisins og byggir matsferlið í meginatriðum á leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja sem Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq á Íslandi gefa út.

Nálgast má frekari upplýsingar um stjórnarhætti Íslandssjóða hér á vefsíðu félagsins.