Valmynd

Íslandssjóðir fá aukið starfsleyfi

Íslandssjóðir hf. fengu nú á dögunum aukið starfsleyfi frá Fjármálaeftirlitinu (FME). Íslandssjóðir eru elsta starfandi rekstrarfélag verðbréfasjóða á landinu en félagið var stofnað árið 1994.

Starfsleyfi félagsins nær nú einnig yfir fjárfestingaráðgjöf, en áður hafði félagið starfsleyfi til reksturs verðbréfasjóða og annarra sjóða um sameiginlega fjárfestingu auk eignastýringar.

Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða:

„Aukið starfsleyfi gerir okkur kleift að veita viðskiptavinum Íslandssjóða enn betri og víðtækari þjónustu en fyrr. Starfsleyfið er liður í sókn félagsins á markaði og um leið undirbúningur fyrir nýja löggjöf um rekstur sérhæfðra sjóða sem innleidd verður hér á landi á næstu misserum.“