Valmynd

Umsókn um töku tiltekinna hlutdeildarskírteina úr viðskiptum

Íslandssjóðir hf. hafa óskað eftir að hlutdeildarskírteini eftirfarandi sjóða í rekstri félagsins verði tekin úr viðskiptum á skipulegum verðbréfamarkaði Nasdaq Iceland:

1. Ríkisskuldabréf – Sjóður 5

2. Úrvalsvísitala – Sjóður 6

3. Löng ríkisskuldabréf – Sjóður 7

4. IS Hlutabréfasjóðurinn

5. Sjóður 1 – Skuldabréf (sjóðurinn hefur verið í slitameðferð frá árinu 2010)

6. Sjóður 11 – Fyrirtækjabréf (sjóðurinn hefur verið í slitameðferð frá árinu 2010)

Taka umræddra hlutdeildarskírteina úr viðskiptum mun ekki hafa nein áhrif á innlausn þeirra eða innlausnarvirði.

Tilkynnt verður um afstöðu Nasdaq Iceland til umsóknarinnar þegar hún liggur fyrir.

Nánari upplýsingar veitir Haraldur Örn Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða, í síma 440-4593.