Valmynd

Stjórnarhættir Íslandssjóða til fyrirmyndar

Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti hefur ákveðið að Íslandssjóðir hf. fái endurnýjun viðurkenningar sem Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum en Íslandssjóðir fengu þessa viðurkenningu fyrst í árslok 2013. Íslandssjóðir eru eitt 13 fyrirtækja á Íslandi sem hafa hlotið þessa viðurkenningu.

Íslandssjóðir líta á vandaða stjórnarhætti sem lykilatriði í því að félagið starfi í samræmi við markmið sín og þær kröfur sem til þess eru gerðar.

Íslandssjóðir fagna því að hafa hlotið þessa viðurkenningu og munu áfram leggja metnað sinn í að bæta stjórnarhætti fyrirtækisins enn frekar.