Valmynd

Sameining Alþjóða virðissjóðsins og Alþjóða vaxtarsjóðsins við Heimssafn

Frá og með gærdeginum, 11. desember 2013, tók Heimssafn við öllum eignum og skuldbindingum Alþjóða virðissjóðsins og Alþjóða vaxtarsjóðsins. Við sameininguna eiga hlutdeildarskírteinishafar í Alþjóða virðissjóðnum og Alþjóða vaxtarsjóðnum hlutdeild í sameinuðum sjóði undir nafni Heimssafns – Sjóðs 12 miðað við dagslokagengi sjóðanna þann 10. desember 2013. Alþjóða virðissjóðurinn og Alþjóða vaxtarsjóðurinn voru reknir af Rekstrarfélagi Byrs fram til maí 2012 en þá yfirtóku Íslandssjóðir rekstur sjóðanna. Heimssafn – Sjóður 12 hefur verið starfræktur hjá Íslandssjóðum frá árinu 1999.

Helsta ástæða sameiningarinnar er sú að sjóðirnir voru líkir og ekki var talinn rekstrargrundvöllur fyrir þremur sjóðum með svo áþekka fjárfestingarstefnu innan sama rekstrarfélags. Enn fremur standa núverandi reglur Seðlabanka Íslands um gjaldeyrislög í vegi fyrir vexti sjóðanna.

Réttindi hlutdeildarskírteinishafa vegna fyrirhugaðs samruna munu ekki breytast að öðru leyti en því að í stað þess að eiga hlutdeildarskírteini í Alþjóða virðissjóðnum og/eða Alþjóða vaxtarsjóðnum mun eignin vera í Heimssafni – Sjóði 12.

Við hvetjum sjóðfélaga til að hafa samband við ráðgjafa VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka í síma 440 4900 til að fá frekari upplýsingar.