Valmynd

Estados Unidos Mexicanos vs. República Federative do Brasil

Mexíkó og Brasilía eru meðal stærstu hagkerfa í heima en löndin eru þó enn langt frá því að geta blandað sér í toppbaráttuna þegar um ræðir þjóðarframleiðslu á mann. Undanfarin ár hefur Mexíkó staðið nokkuð í skugganum af Brasilíu þegar um ræðir hagvöxt en mikill uppgangur hefur veríð í brasilísku efnahagslífi knúinn áfram af uppsveiflu á hrávörumörkuðum.

En nú hafa leikar jafnast og Mexíkó nýtur nú góðs af samkeppnishæfum framleiðsluiðnaði sem hefur stærsta markað í heimi hinum megin við hornið, þ.e. Bandaríkin.

Til marks um mikilvægi iðnaðarframleiðslunnar þá er hún um 90% af útflutningstekjum Mexíkó. Mikil umsvif eru í bílaiðnaði í Mexíkó og stærstu bílafyrirtæki í heimi eru með framleiðslu í landinu. Hinir svokölluðu „Þrír Stóru“ – General Motors, Ford og  Chrysler – hafa starfrækt verksmiðjur í landinu til margra áratuga og Volkswagen, Toyota, BMW, Honda, Nissan og Mercedes bættust síðar í hópinn. 

Upprunaleg grein á Project Syndicate