Valmynd

100 verðmætustu alþjóðlegu vörumerkin

Ráðgjafafyrirtækið Interbrand hefur um langt skeið lagt mat á verðmætustu vörumerki í heimi og birtist listinn á hverju ári í tímaritinu Business Week. Vörumerkin eða fyrirtækin sem tróna á toppnum koma ekki á óvart, enda um góðkunningja að ræða. Mörg vörumerki hafa verið í toppbaráttunni svo árum skiptir, eins og t.d. Coca Cola, Disney og Toyota. En það eru einnig fyrirtæki sem hafa klifrað hratt á stuttum tíma. Uppgangur Google sem situr í sjöunda sæti er fordæmalaus, en fyrirtækið er einungis rúmlega 10 ára gamalt. Og sænska seiglan hefur skilað Hennez & Mauritz í 21. sæti og rétt á eftir glittir í IKEA. En eins og gengur hafa vörumerki og fyrirtæki fallið niður um deildir. Fyrir nokkrum árum var Eastman Kodak ofarlega á blaði en fyrirtækið rær nú lífróður.

Í yfirlitinu er gerð grein fyrir aðferðafræðinni við matið en í stórum dráttum má segja að vörumerki/fyrirtæki sem ekki þykja eiga arðsaman tíma í vændum eigi möguleika á að komast ofarlega á listann eða yfirhöfuð á listann. Engin flugfélög eru t.d. á listanum.

Upprunaleg grein á vef Business Week

 

Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.