IS Eignasafn

Hentugur fjárfestingartími 2 ár+

Fagleg stýring sparnaðar

IS Eignasafn er blandaður sjóður sem fjárfestir í skuldabréfa- og hlutabréfasjóðum auk þess sem hann fjárfestir í stökum verðbréfum. Sparnaðurinn er vel dreifður og í virkri stýringu sem er ávallt laus til innlausnar. Sparnaðurinn er í umsjá sérfræðinga Íslandssjóða sem aðlaga fjárfestinguna að þeim breytingum sem verða á markaði.

Helstu kostir

  • Tækifærin fara ekki framhjá þér
  • Sérfræðingar sjá um stýringu safnsins
  • Víðtæk þjónusta og upplýsingagjöf
  • Einföld og góð leið til uppbyggingar á sparnaði
  • Skattalegt hagræði

Fjárfesta í sjóði Upplýsingablað Lykilupplýsingar

Markmið sjóðsins

Langtímahækkun eigna með fjárfestingum í verðbréfasjóðum og öðrum sjóðum sem fjárfesta í innlendum og erlendum skuldabréfum sem og hlutabréfum eða öðrum fjármálagerningum tengdum verðbréfum.

Fyrir hvern er sjóðurinn?

Sjóðurinn hentar fjárfestum sem vilja ávaxta fé í tvö ár eða lengur og þola nokkrar verðsveiflur. Sjóðurinn fjárfestir að stærstum hluta í hlutdeildarskírteinum verðbréfasjóða og annarra sjóða um sameiginlega fjárfestingu. Sjóðurinn fjárfestir einnig beint í innlendum og erlendum skuldabréfum og innlendum og erlendum hlutabréfum.

Fjárfestingarmarkmið

Sjóðurinn hefur heimild til að fjárfesta 20-80% af eignum sínum í verðbréfasjóðum og allt að 30% í fjárfestingarsjóðum. Sjóðurinn hefur einnig heimild til þess að fjárfesta í einstaka verðbréfum, þ.e. allt að 40% í hlutabréfum og 50% í skuldabréfum. Að auki hefur sjóðurinn heimild til að fjárfesta allt að 50% í innlánum fjármálafyrirtækja. Sjóðurinn má á hverjum tíma vera með að hámarki 60% af eignum sínum í erlendum fjármálagerningum, hvort sem litið er til fjárfestinga í einstökum fjármálagerningum eða fjárfestinga í sjóðum.

Almennur fyrirvari
Fjárfestingu í sjóðum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta. Eignarhlutdeild í verðbréfa- eða fjárfestingarsjóði getur rýrnað, aukist eða staðið í stað og ber m.a. að hafa í huga áhættu vegna efnahagsástands, alþjóðlegra fjárfestinga auk gengisflökts gjaldmiðla þegar eignir sjóðs eru í erlendum gjaldmiðlum. Bent skal á að ávöxtun í fortíð er hvorki vísbending um né trygging fyrir ávöxtun í framtíð. Fjárfestingarmarkmið og fjárhagsstaða fjárfesta eru mismunandi. Þeim aðilum sem hafa hug á viðskiptum er bent á að leita sér sérfræðilegrar ráðgjafar og kynna sér vel hina ýmsu fjárfestingakosti sem í boði eru. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér útboðslýsingar sjóða, sérstaklega umfjöllun um áhættur. Athygli skal vakin á að áhætta af fjárfestingu eykst samfara fjármögnun fjárfestingarinnar með lánsfé.

Tekið skal fram að umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Gengisþróun og ávöxtun
Í línuriti gengisþróunar er birt gengi viðkomandi sjóðs sl. eitt ár. Nafnávöxtun tímabila sem eru styttri en eitt ár er ekki reiknuð upp á ársgrundvöll heldur er þar um gengisbreytingu að ræða. Nafnávöxtun tímabila sem ná yfir eitt ár og lengur er reiknuð yfir á ársgrundvöll. Uppreikningur ávöxtunar miðast ávallt við síðasta skráða gengi og er í grunnmynt hvers sjóðs.

Fjárfesting í afleiðum
Sjóðum er heimilt að nota afleiður til að fastsetja hagnað eða til að draga úr áhættu, eða til að festa verð á verðbréfum vegna fyrirsjáanlegra innlausna eða til að bregðast við markaðsaðstæðum, enda sé það hluti af fjárfestingarstefnu sjóðsins. Fjárfestum er bent á að kynna sér nánari útskýringar á beitingu afleiðna sem er að finna í útboðslýsingu viðkomandi sjóða.

Skattlagning
Um skattlagningu hagnaðar af hlutdeildarskírteinum gilda lög um tekjuskatt nr. 90/2003, lög um fjármagnstekjuskatt nr. 94/1996 ásamt lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda nr. 45/1987. Frekari skattlagning getur þó komið til. Vakin skal athygli á því að skattameðferðin ræðst af aðstæðum hvers viðskiptavinar fyrir sig og getur tekið breytingum í framtíðinni. Um erlenda aðila gilda reglur þess ríkis sem viðkomandi hefur skattalegt heimilisfesti í. Fjárfestum er ráðlagt að leita sér ráðgjafar og/eða upplýsinga um skattaleg áhrif þess að fjárfesta í sjóðum.

* Ávöxtun umfram 12 mánuði er umreiknuð í ávöxtun á ársgrundvelli. Styttri tímabil eru ekki umreiknuð yfir á ársgrundvöll.


Gengi

2.111,68
+2,22 (0,11%)
Gengi skráð 15.7.2019

Gengisþróun & ávöxtun

Gengisþróun 1 árSjóðaúrval

Almennar upplýsingar

Ítarefni
Lykilupplýsingar fyrir fjárfesta
Upplýsingablað
Ávöxtunarblað sjóða
Útboðslýsing sjóðsins
Ársreikn. Íslandssjóða hf.
Verðskrá verðbréfaþjónustu

Almennt
Rekstrarform Verðbréfasjóður 
Stofnár 2009
Grunnmynt ISK
Lágm.kaup/áskr. 10.000 kr./5.000 kr.
Rekstraraðili Íslandssjóðir hf.
Vörsluaðili Íslandsbanki hf.
Sjóðsstjóri Sigurður G. Gíslason
Þóknanir
Kostn. við kaup 1,50%
Upphafsgj. í áskrift
0,75%
Árl. umsj.laun 0,50%
Afgreiðslugjald skv. verðskrá söluaðila
Viðskiptapantanir
Kaup/innlausn 2 viðsk.dagar (T+2)
Viðmiðunartími kl. 15:00