FAST-1 slhf. 

FAST-1 slhf. er fasteignafélag í stýringu Íslandssjóða stofnað árið 2012, en fasteignasafn félagsins var selt til Regins hf. haustið 2018 fyrir 22,7 milljarða króna. Samanstóð eignasafnið af hágæða atvinnuhúsnæði í Reykjavík, þ.á.m. turninum og skrifstofum Reykjavíkurborgar á Höfðatorgi. Hluthafar félagsins eru íslenskir lífeyrissjóðir, vátryggingafélög og aðrir fagfjárfestar. Slit á félaginu standa yfir og eru áætluð lok árið 2020.

Eignir FAST-1 voru:

  • Katrínartún 2
  • Borgartún 8-16A
  • Skúlagata 21
  • Vegmúli 3
  • Klettagarðar 13
  • Skútuvogur 1

Stjórnarformaður félagsins er Kjartan Smári Höskuldsson.