Áhættuflokkun

Sjóðir Íslandssjóða eru flokkaðir eftir því hversu miklar sveiflur eiga sér stað í ávöxtun þeirra. Flokkunin byggir á áhættumælikvarða sem grundvallast af leiðbeiningum Evrópsku verðbréfaeftirlitsstofnunarinnar (e. ESMA) og Fjármálaeftirlitsins. Áhættumælikvarðinn er byggður á sveiflum í vikulegri ávöxtun síðustu fimm ára af líftíma sjóðsins. Sveiflur í ávöxtun eru reiknaðar sem staðalfrávik á ársgrundvelli og gefa vísbendingu um áhættustig sjóðsins. Neðri og efri mörk í töflunni hér að neðan gefa til kynna á hvaða bili staðalfrávik sveiflna í ávöxtun viðkomandi sjóðs lendir. Flokkur 1 endurspeglar þannig minnstu sveiflur í ávöxtun og þar með minnstu áhættuna en flokkur 7 þá mestu.

Mælikvarðinn byggir á sögulegri ávöxtun og því er vert að benda á að sveiflur í ávöxtun í fortíð gefa ekki áreiðanlega vísbendingu eða tryggingu fyrir sveiflum í ávöxtun í framtíð. Ef breytingar verða á áhættu- og ávöxtunarsniði sjóðs er mælikvarðinn endurskoðaður og flokkunin getur breyst.

Áhættumælikvarðinn nær ekki yfir alla þá áhættuþætti sem fylgja fjárfestingum í sjóðum. Hann er einungis tölfræðileg lýsing á einum þessara þátta þ.e. sveiflum í ávöxtun sjóða. Hægt er að nálgast frekari umfjöllun um áhættu hér sem og í útboðslýsingum sjóða.

 


   Flokkur

 
   Neðri mörk

 
   Efri mörk

 
   Sjóður

   Flokkur 1    0,00%

   0,50%

 
   IS Lausafjársafn
   IS Veltusafn

   Flokkur 2

   0,50%

   2,00%   

 
   IS Einkasafn A
   IS Eignasafn - Ríki og sjóðir
   IS Ríkissafn
   IS Sértryggð skuldabréf
   IS Skuldabréfasafn

   Flokkur 3

   2,00%

   5,00%

   
   IS Ríkisskuldabréf meðallöng
   IS Ríkisskuldabréf löng
   IS Ríkisskuldabréf óverðtryggð
   IS Sértryggð skuldabréf VTR
   IS Græn skuldabréf
   IS Einkasafn B
   IS Einkasafn C
   IS Eignasafn

 
   Flokkur 4

 
   5,00%

 
   10,00%

   
   IS Einkasafn D
   IS Einkasafn E

   Flokkur 5

   10,00%

   15,00%

 
   
   

 
   Flokkur 6

 
   15,00%

 
   25,00%

 
   IS EQUUS Hlutabréf
   IS Einkasafn Erlent (ISK)
   IS Einkasafn Erlent (USD)
   IS Heimssafn
   IS Hlutabréfasjóður

   IS Úrvalsvísitölusjóður

 
   Flokkur 7

 
   25,00% 

 

 

 
 Tafla síðast uppfærð 9. maí 2022
 
Fyrirvari vegna fræðsluefnis
Tekið skal fram að umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum eða þjónustu. Íslandssjóðir hf. ber enga ábyrgð á viðskiptum sem kunna að vera gerð á grundvelli þeirra upplýsinga sem fram koma á vefsíðu þessari. Íslandssjóðir hf. ábyrgist ekki nákvæmni, áreiðanleika né réttmæti upplýsinga sem upprunnar eru frá þriðja aðila.