Skýrsla um íslenska ferðaþjónustu 2016

Ferðaþjónustan hefur undanfarin ár sett mark sitt á efnahagslíf landsmanna og samfélag í heild. Eftir mjög hraðan vöxt síðustu ár er nú svo komið að greinin er orðin ein af mikilvægustu atvinnugreinum þjóðarinnar. Útlit er fyrir að framhald verði á miklum vexti greinarinnar í ár. Samhliða þessum mikla vexti standa Íslendingar því frammi fyrir þeirri áskorun að hlúa vel að náttúru landsins sem er stór þáttur í aðdráttarafli þess og þeim innviðum sem marka samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu á alþjóðavettvangi.

Íslandsbanki gefur í ár út skýrslu um íslenska ferðaþjónustu í annað sinn. Með útgáfunni vill Íslandsbanki leggja sitt að mörkum við að upplýsa um stöðu ferðaþjónustunnar. Er það von okkar að skýrslan reynist gagnleg og góð viðbót við þá miklu umfjöllun sem greinin hefur alið af sér og verðskuldar. 

Upptaka frá fundi

Upptaka frá fundi

Á opnunarfundi Iceland Tourism Investment ráðstefnunni í Hörpu var ný ferðaþjónustuskýrsla Íslandsbanka kynnt. Í kjölfarið var staða og horfur í greininni til umræðu í panel.

Opnunarerindi: Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka
Kynning skýrslu: Bjarnólfur Lárusson, fyrirtækjasviði Íslandsbanka og Ingólfur Bender, Greiningu Íslandsbanka
Umræður: Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, Steingrímur Birgisson, forstjóri Hölds, Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hótela, Vilhelm Már Þorsteinsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Íslandsbanka og Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri Íslandsbanka.

 Áhugaverðar staðreyndir úr skýrslunni

Stutt kynningarmyndband um útgáfu ferðaþjónustuskýrslu Íslandsbanka

Helstu niðurstöður:

  • Spáum 29% aukningu eða rúmlega 1,6 milljón ferðamönnum á árinu 2016.
  • Ferðamenn sem hlutfall af íbúafjölda landsins með því hæsta í heiminum. Fjöldi ferðamanna sem hlutfall af landsvæði er engu að síður lágt á Íslandi.
  • Um einn af hverjum þúsund ferðamönnum á heimsvísu heimsækja Ísland.
  • Gerum við ráð fyrir að ferðaþjónustan muni afla tæplega 428 mö. kr. í útflutningstekjur og að hlutur greinarinnar í heildarútflutningstekjum verði um 34% á árinu 2016.
  • Rekja má um eitt af hverjum þremur störfum sem skapast hafa í hagkerfinu frá 2010-2015 til ferðaþjónustunnar.
  • Ísland er í 18 sæti af 141 landi yfir samkeppnishæfustu ferðamannalönd heims samkvæmt World Economic Forum.
  • Áætlað er að 290 ný hótelherbergi komi á markaðinn 2016 sem nemur 5,8% aukningu á framboði hótelherbergja. Er það langt undir áætlaðri fjölgun ferðamanna á árinu
  • Um 22 þúsund fleiri gistinætur seldust í gegnum Airbnb í október á árinu 2015 en í sama mánuði árið áður. Nemur það um 225% vexti eða rúmlega þreföldun.
  • Hlutfall bílaleigubíla af heildar fólksbílaflota árið 2006 var 2,4% en var 6,8% árið 2015. Gerum við ráð fyrir að þetta hlutfall verði allt að 8% árið 2016.
  • Þegar eldgosið í Eyjafjallajökli var í hámarki þ.e. í apríl og maí 2010 þá fækkaði ferðamönnum um 17,6% á ársgrundvelli.

Skýrsla um íslenska ferðaþjónustu

Langar þig að vita meira? Náðu þér í eintak af skýrslunni hér neðar eða fáðu hana senda í pósti með því að smella á "Panta skýrslu".

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall