Ákvarðanatökulykillinn

Stjórn bankans hefur innleitt stefnu um góða stjórnarhætti sem nefnist Ákvarðanatökulykill fyrir starfsemi bankans. Ákvarðanatökulykillinn kortleggur allar meiriháttar ákvarðanir sem hugsanlegt væri að bankinn vilji grípa til við ákveðnar aðstæður og skilgreinir rétt ferli við töku þeirra. Ákvarðanatökulykillinn setur ákveðin skilyrði fyrir töku allra meiriháttar ákvarðana og skilgreinir hver sé best fallin til ákvarðanatökunnar og að þær séu teknar á grundvelli bestu fáanlegu upplýsinga á hverjum tíma.

Aðferðafræði ákvarðanatöku

Ákvarðanatökulykillinn skilgreinir eftirfarandi aðferðafræði við töku ákvarðanna:

  • Ákvarðanir bankans þjóna hagsmunum bankans og hagsmunaaðila hans í samræmi við gildandi lög, reglur, samþykktir bankans, stefnuskjöl og samningsskyldur hans
  • Ákvarðanir eru teknar af aðilum (hluthöfum, stjórnarmönnum, yfirmönnum, stjórnendum eða starfsmönnum) sem hæfastir eru til þess, með áhrifaríkum og skilvirkum hætti, m.t.t. til starfsskyldna þeirra, ábyrgðar- og áhugasviðs, sérþekkingar, kunnáttu og aðgangs að viðeigandi upplýsingum
  • Ákvarðanir eru teknar á grundvelli bestu fáanlegra upplýsinga á hverjum tíma í kjölfar tilhlýðilegrar skoðunar
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall