Endurnýjanleg orka

Á undanförnum árum hefur Íslandsbanki og forverar hans haslað sér völl á sviði endurnýjanlegrar orku og umhverfisvænna orkugjafa. Þarna byggir bankinn á áralangri reynslu og þekkingu Íslendinga á nýtingu vatnsafls og jarðvarma. 

Íslandsbanki býr yfir teymi sérfræðinga í orkumálum sem einbeitir sér að greiningu á orkuiðnaði sem og fjármálum orkufélaga.

Bankinn leggur áherslu á að tengjast viðburðum og ráðstefnum í greininni.

Mikilvægi jarðvarma fyrir Ísland

Ísland hefur sérstöðu þegar horft er til endurnýjanlegrar orku og orkumála. Á meðan fjölmörg ríki eru að keppast við að bæta orkuöryggi sitt til lengri tíma er 85% af heildarorkunotkun á Íslandi frá innlendum grænum og endurnýjanlegum orkugjöfum í formi vatnsfalla og jarðvarma, sem er einstakt á heimsvísu.

En þetta var ekki alltaf svona. Frá því að jarðvarminn var fyrst nýttur til húshitunar í Mosfellsbæ árið 1908, hefur Ísland farið úr því að vera eitt fátækasta land Evrópu, í að vera eitt þeirra landa sem nýtur hvað mestra lífsgæða í heiminum, og er þetta að miklu leyti að þakka framsýni Íslendinga og nýtingu jarðvarmaauðlinda landsins.

Í umræðunni um orkumál Íslands vill efnahagslegt mikilvægi jarðvarmans fyrir Ísland oft gleymast. Þrátt fyrir efnahagsáföll og óstöðugleika í efnahagsmálum í gegnum síðustu áratugi er óhætt að fullyrða að staða íslensks almennings og efnahagslífs væru mun veikari ef ekki nyti við þeirra gríðarlegu verðmæta sem jarðvarminn færir okkur á hverju ári í formi „Jarðvarmasparnaðar“. Stærsti einstaki liðurinn í efnahagslegri greiningu á nýtingu jarðvarma er einmitt sá áætlaði sparnaður af því að nýta jarðvarma til húshitunar í stað olíu eins og áður var gert. Oft er talað um þjóðhagslegan ávinning af nýtingu jarðvarma með því að meta þann kostnað sem að landsmenn komast hjá með því að nýta jarðvarma til húshitunar í stað olíu. Við hjá Íslandsbanka köllum þetta „Jarðvarmasparnað“. Samkvæmt Orkustofnun er Jarðvarmasparnaður sl. 40 ára um 1.630 milljarðar króna, eða um 5 milljónir króna á hvern núlifandi Íslending. Meðaltals Jarðvarmasparnaður sl. 10 ára er um 80 ma.kr. á ári!

Ljóst er að framsýni Íslendinga í jarðvarmamálum hafi spilað stórt hlutverk í að leggja grunnin að efnahagalegri velsæld Íslands. Þess vegna höfum við hjá Íslandsbanka mikinn áhuga á þessu málefni.

Þekking sprettur af áhuga.

Hjörtur Þór Steindórsson, forstöðumaður Orkumála hjá Íslandsbanka.

 

Áhugaverðar staðreyndir

Orkuteymið

Hjörtur Þór Steindórsson

Forstöðumaður

Sími:
440 4503

hjortur.thor.steindorsson @
islandsbanki.is

Rúnar Jónsson

Viðskiptastjóri

Sími:
440 4489

runar.jonsson @
islandsbanki.is

Sölvi Sturluson

Viðskiptastjóri

Sími:
440 4672

solvi.sturluson @
islandsbanki.is

Tómas Bjarnason

Lánastjóri

Sími:
440 3129

tomas.bjarnason @
islandsbanki.is

Kári Auðun Þorsteinsson

Lánastjóri

Sími:
440 4449

kari.audun.thorsteinsson @
islandsbanki.is

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall