Regluvarsla

Regluvörður Íslandsbanka er skipaður af bankastjóra og hefur sjálfstæða stöðu í skipuriti bankans. Stjórn bankans staðfestir skipun regluvarðar og sækir regluvarslan umboð sitt frá stjórn. Íslandsbanka ber að starfrækja regluvörslu, annars vegar sem fjármálafyrirtæki með heimild til verðbréfaviðskipta og hins vegar sem útgefandi skráðra fjármálagerninga. Hlutverk regluvörslu er að fylgjast með og meta reglulega hæfi og skilvirkni ráðstafana Íslandsbanka sem miða að því að bankinn, stjórn og starfsmenn starfi ávallt í samræmi við gildandi lög, reglugerðir og innri reglur bankans vegna verðbréfaviðskipta og m.t.t. peningaþvættisvarna og viðhafi ávallt heilbrigða og eðlilega viðskiptahætti vegna þessa. Stjórn bankans hefur heimild til að fela regluvörslu frekari hlutverk en framangreind, séu þau í samræmi við lögbundnar skyldur. Regluvörður sendir bankastjóra og stjórn Íslandsbanka skýrslu a.m.k. árlega.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall