Virkja kort

  • Íslandsbanki sendir öll sín kort út lokuð og þarf því að virkja kortið áður en notkun þess er leyfð.
  • Notendur í fyrirtækjabanka geta ekki virkjað kreditkort fyrirtækis í Fyrirtækjabanka. Einstaklingur getur virkjað öll kreditkort þar sem notandi er handhafi kreditkortsins og eigandi er einstaklingur.
  • Umsjónaraðilar í fyrirtækjabanka geta virkjað öll debetkort fyrirtækis í Fyrirtækjabanka. Sá sem er ekki umsjónaraðili getur virkjað debetkort þar sem notandi er handhafi debetkorts og eigandi er viðkomandi fyrirtæki í Fyrirtækjabanka.

Þú virkjar greiðslukortið þitt með því að:

  1. Skrá þig inn í Netbankann
  2. Smelltu á „Stillingar“ netbankans (tannhjólið)
  3. Velur þar "Aðrar stillingar". 
  4. Smelltu á „Greiðslukort“ niðri í vinstra horninu
  5. Á forsíðu Greiðslukortanna birtast öll þau kort sem skráð eru á þína kennitölu. Í vali hægra megin með greiðslukortið ( ) er valinn valmöguleikinn „Virkja kort“.
  6. Þá opnast virkjunarglugginn þar sem staðfest eru skilmálar kortsins sem og virkjun kortsins með notendanafni þínu og lykilorði.

Ef kortið hefur þegar verið virkjað þá birtist ekki valmöguleiki að virkja kortið.

Að virkja kort í Netbankanum - Myndband

Í myndbandinu hér til hliðar eru skrefin útskýrð á einfaldan hátt.

Smelltu á 'Play' til að horfa á myndbandið.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall