Global Compact skýrslur

Íslandsbanki hefur, sem stór vinnustaður með breiðan viðskiptamannahóp, gert það að forgangsverkefni að vera í góðum tengslum við umhverfi sitt. Íslandsbanki hefur fylgt meginreglum Sameinuðu þjóðanna, UN Global Compact, um samfélagslega ábyrgð síðastliðin þrjú ár. Reglurnar setja ákveðinn ramma utan um starfsemi bankans. Með því að líta fram á veginn og sýna ábyrgð í öllum sínum verkum vill Íslandsbanki vera virkur þátttakandi í því að bæta samfélagið og það nærumhverfi sem hann starfar í. 

Verkefni bankans í samfélagslegum málefnum eru byggð á stefnu Íslandsbanka um samfélagslega ábyrgð sem nær til fjögurra lykilþátta: viðskipta, mannauðs, samfélags og umhverfis.

Hér fyrir neðan má nálgast Global Compact skýrslu Íslandsbanka á pdf formi og sem rafbók.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall