Um Markaði

Markaðir sinna fjárfestingabankastarfsemi Íslandsbanka. Markaðir veita fyrirtækjum og fjárfestum þjónustu sem snýr að markaðsviðskiptum, fyrirtækjaráðgjöf og greiningu.

Starfsmenn Markaða búa yfir áralangri reynslu og víðtækri þekkingu á íslenskum fjármálamarkaði.

Starfsemi fjárfestingabanka

Hvað er fjárfestingabanki?

Fjárfestingabanki er sá hluti bankastarfseminnar sem þjónar stærri fyrirtækjum og fagfjárfestum, veitir þeim ráðgjöf og aðgang að fjármálamörkuðum. Íslandsbanki veitir viðskiptavinum fjölþætta fjármálaþjónustu á sviði fjárfestingabankastarfsemi. Fyrirtækjaráðgjöf leiðir kaup og söluferli fyrirtækja, leiðir skráningar verðbréfa á markað og veitir ráðgjöf um samruna og yfirtökur. Verðbréfamiðlun leiðir saman fjárfesta og veitir þeim aðgang að verðbréfamarkaði. Gjaldeyrismiðlun veitir viðskiptavinum fagþjónustu við afgreiðslu gjaldeyris og vaxtaskiptasamninga.

Af hverju skiptir fjárfestingabankastarfsemi máli?

Uppbygging fjármálamarkaðar á Íslandi er í höndum fjárfestingabanka. Skilvirkur fjármálamarkaður er ein forsenda að uppbyggingu fjölbreyttrar og gróskumikillar fyrirtækjastarfsemi og hagsældar í samfélaginu.

Með virkri fjárfestingabankastarfsemi má leiða saman ólíka fjárfesta að markaðnum og byggja þannig upp virkan og fjölbreyttan fjármálamarkað á Íslandi. Fjárfestingabanki gerir viðskiptavinum kleift nýta fjölbreytt úrval fjármálaafurða til að ná fram sínum fjárfestingamarkamiðum.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall