Skýrsla um íslenska ferðaþjónustu 2018

Íslensk ferðaþjónusta mun á þessu ári halda áfram að auka umfang sitt í hagkerfinu og styrkjast sem máttarstólpi í íslensku samfélagi. Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur krafist mikilla fjárfestinga sem hefur reynst sjálfstæð uppspretta hagvaxtar og aukinnar atvinnu hér á landi. Engu að síður hefur fjárfesting í gistiþjónustu ekki mætt eftirspurn ferðamanna eftir gistingu að öllu leyti. Hefur það leitt til þess að nýting hótelherbergja er því með hæsta móti hér á landi í alþjóðlegum samanburði og gisting í Reykjavík orðin ein sú dýrasta á Norðurlöndum. Þá sýna tölurnar að deilihagkerfið hefur leikið mikilvægt hlutverk í að gera þeim fjölda ferðamanna sem hingað hefur ferðast á undanförnum árum kleift að dvelja á landinu. Nú er svo komið að deilihagkerfið stefnir í að verða umfangsmeira en öll hótel á landinu til samans þegar kemur að gistingu ferðamanna hér á landi.

 Áhugaverðar staðreyndir úr skýrslunni

Langstærstur hluti ferðamanna á Íslandi kemur frá Bandaríkjunum – þeir eyða líka mest allra ferðamanna.

Ísland er einn dýrasti ferðamannastaður heims – verðlag er að meðaltali 28% hærra hér en á hinum Norðurlöndunum.

Airbnb velti í kringum 20 milljörðum króna árið 2017 – það er 109% aukning frá árinu áður.

Árið 2018 munu að öllum líkindum meira en 570 milljarðar króna rata í ríkiskassann sem beinar gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu – það er um 10% tekjuvöxtur.

Ísland er í 25. sæti yfir samkeppnishæfustu þjóðirnar í ferðaþjónustu – þá eru vinnumarkaður og hæfni vinnuafls metið það samkeppnishæfasta í heiminum.

Airbnb nálgast hótelin óðfluga hér á landi – nú þegar er rekstur Airbnb á Íslandi orðinn þrisvar sinnum umfangsmeiri en öll gistiheimili landsins.

Upptaka frá fundi


Upptaka frá fundi Íslandsbanka um íslenska ferðaþjónustu 2018 þar sem að Bjarnólfur Lárusson, viðskiptastjóri í Verslun og þjónustu og Elvar Orri Hreinsson, sérfræðingur í Samskiptum og greiningu hjá Íslandsbanka kynna helstu atriði nýrrar skýrslu Íslandsbanka um íslenska ferðaþjónustu.

Pallborðsumræður um stöðu ferðaþjónustunnar og það sem framundan er:

  • Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela
  • Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins
  • Kristín Hrönn Guðmundsdóttir, forstöðumaður Verslunar og þjónustu hjá Íslandsbanka
  • Rannveig Grétarsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Eldingar
  • Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans stýrir pallborðsumræðum.

Umræða um íslenska gistiþjónustu

 

Í tilefni útgáfu skýrslu íslandsbanka um íslenska ferðaþjónustu 2018 mættu góðir gestir í Norðurturninn til Björns Berg. Þau Ásberg Jónsson, forstjóri Nordic Visitor, Elvar Orri Hreinsson, Greiningu Íslandsbanka, Frans Veigar Garðarsson, Samtökum um skammtímaleigu og Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdarstjóri Icelandair hótela.

Skýrsla um íslenska ferðaþjónustu

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall