Regluverk

Íslandsbanki er fjármálafyrirtæki og starfar í samræmi við viðeigandi regluverk á sviði fjármálamarkaða sem rammar inn stjórnarhætti hans. Helstu lög sem um starfsemi bankans gilda eru lög um hlutafélög nr. 2/1995, lög um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002, lög um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007 og lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr. 64/2006.

Lög um hlutafélög

Íslensku hlutafélagalögin eru að stærstum hluta byggð á evrópskri fyrirtækjalöggjöf. Íslenskum félögum er skylt að skrá sig hjá Fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra og tilgreina hverjir sitja í stjórn og hver er framkvæmdastjóri þess ásamt því að afhenda samþykktir félagsins. 

Reglur hlutafélagalaga innihalda m.a. umfjöllun um starfsemi fyrirtækja, hlutabréf, stjórnskipulag, aðalfundi, endurskoðun og ábyrgð stjórnenda.

Lög um fjármálafyrirtæki

Íslandsbanki er viðskiptabanki og starfar því í samræmi við lög um fjármálafyrirtæki. Fjármálaeftirlitið (FME) er eftirlitsaðili með fjármálafyrirtækjum á Íslandi. FME gefur út starfsleyfi og hefur eftirlit með starfssemi fjármálafyrirtæki og gengur úr skugga um að þau starfi í samræmi við viðeigandi regluverk og góða viðskiptahætti.

Lög um fjármálafyrirtæki fjalla um starfsleyfi, eignarhluti og hlutafé, endurskoðun, áhættustýringu og annað innra regluverk og hæfni stjórnenda.

Lög um verðbréfaviðskipti

Löggjöfin byggir á tilskipun Evrópusambandsins (ESB) um markaði fyrir fjármálagerninga (Markets in Financial Instruments Directive, skammstafað MiFID). Tilskipun þessi hefur í för með sér umfangsmiklar breytingar á reglum um verðbréfaviðskipti innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) og hafa þær áhrif á samskipti fjármálafyrirtækja og viðskiptavina þeirra. 

Lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Tilgangur laganna er að koma í veg fyrir peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka með því að skylda aðila sem stunda starfsemi er kann að verða notuð til peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka til að þekkja deili á viðskiptamönnum sínum og starfsemi þeirra. Frekari upplýsingar um peningaþvættisvarnir Íslandsbanka.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall