Fræðsla og þjálfun

Það er nauðsynlegt að viðhalda hæfni og færni með sífelldri endurnýjun á þekkingu. Við bjóðum upp á yfir 250 námskeið og fræðslufundi á hverju ári, en stærstur hluti þeirra er kenndur af öðrum starfsmönnum bankans. Þannig miðlum við sérþekkingu og heildin dafnar. 

Fræðslan er mjög fjölbreytt. Starfsmönnum er skylt að sækja ákveðin námskeið starfs síns vegna, t.d. námskeið sem snúa að regluvörslu eða leiðtoganámskeið fyrir stjórnendur. 

Þar að auki er boðið upp á fjölda annarra námskeiða sem snúa að persónulegri styrkingu eða hjálpa starfsfólki að þróast í starfi, t.d. námskeið í verkefnastjórnun, tímastjórnun eða tölvufærni.

Stjórnendur á öllum stjórnunarstigum eru studdir með skipulegri leiðtogaþjálfun. Unnið er markvisst eftir hæfnisþáttum stjórnenda Íslandsbanka sem skilgreina færni sem er líkleg til að skila árangri í stjórnun. Leiðtogaþjálfunin hefur að markmiði að styrkja stjórnendur í þessum þáttum og hjálpa þeim að ná tökum á leiðtogahlutverki sínu. 

Starfsmenn sem byrja hjá bankanum eru yfirleitt vel menntaðir þegar þeir koma inn en halda samt áfram að læra og dafna í starfi. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall