Heilbrigði og velferð

Við höfum mikla trú á því að heilbrigðari starfsmenn skili betri vinnu. Við gerum miklar kröfur til starfsmanna og því getur oft verið stutt í stressið. En þó það sé ekki hægt að koma algjörlega í veg fyrir streitu nýtum við ýmsar leiðir til að hjálpa starfsmönnum að takast á við hana og lágmarka áhrif hennar.

Orkustjórnun er hugtak sem við höfum verið að vinna með. Við höldum námskeið og þjálfum fólkið okkar upp í hvernig má best stjórna líkamlegri, tilfinningalegri og hugrænni orku. Með orkustjórnun ná starfsmenn að afkasta meira á styttri tíma og stuðla þannig að betra jafnvægi milli vinnu og einkalífs. 

Þar að auki viljum við að fólkið okkar sé heilsuhraust og líði vel og til að stuðla að því bjóðum við upp á heilsufarsmælingar, læknisheimsóknir og inflúensusprautur á haustin. Við styðjum við þetta m.a. með því að bjóða upp á ferskan, hollan mat með lágum sykurstuðli.

Við tökum að sjálfsögðu þátt í heilsutengdum viðburðum eins og Hjólað í vinnuna, Lífshlaupinu og Reykjavíkur maraþoninu og hvetjum hvert annað til að taka þátt og styrkja góð málefni.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall