Erlend viðskipti

Hægt er að senda erlendum aðilum greiðslur í gegnum fyrirtækjabankann, fá kvittun fyrir greiðslunni og senda viðtakanda tilkynningu í tölvupósti eða með faxi.

Greiða má út af gjaldeyrisreikningum og reikningum í íslenskum krónum. Þegar greiðsla er samþykkt birtist endanlegt gengi á kvittun sem hægt er að prenta út. Þannig er hægt að uppfæra bókhaldið samdægurs. Einnig er hægt að fylgjast með þeim erlendu greiðslum sem væntanlegar eru inn á reikning.

Leiðbeiningar um erlend viðskipti (ísl)

Aðgerðir

  • Greiða erlenda reikninga
  • Safna erlendum greiðslum í greiðsluskrá og greiða marga reikninga saman
  • Greiða út af gjaldeyrisreikningum
  • Skrá upplýsingar um þekkta viðtakendur til að nota aftur síðar
  • Prenta út kvittun á íslensku og ensku
  • Senda tilkynningu til viðtakanda í tölvupósti eða með faxi
  • Fylgjast með væntanlegum erlendum greiðslum
  • Senda inn greiðslur úr bókhaldskerfum

Erlendir reikningar gera fyrirtækinu kleift að skoða stöðu og færslur á reikningum sínum í erlendum bönkum í fyrirtækjabanka.

Kostir

  • Yfirlit erlendra reikninga í fyrirtækjabanka
  • Yfirlitið inniheldur stöðu reiknings ásamt færslum
  • Tíðni uppfærslu valkvæð
  • Birtist með sama hætti og innlend yfirlit
  • Sparar faxsendingar
  • Birtist undir Erlend viðskipti > Erlendir reikningar

Erlendi bankinn sendir Íslandsbanka rafrænt skeyti daglega, vikulega eða mánaðarlega. Því er síðan umbreytt á sama form og yfirlitum í fyrirtækjabanka til að gera það aðgengilegt.

Hvað þarf fyrirtæki að gera?

Fyrirtæki fær beiðni hjá Íslandsbanka sem það sendir til síns viðskiptabanka erlendis. Í beiðninni er þess óskað að erlendi bankinn sendi skeyti til Íslandsbanka.

Kostnaður

Erlendir bankar taka um það bil 2 evrur fyrir þjónustuna. Móttaka skeytis kostar 90 krónur.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall