Íslenskur íbúðamarkaður

Greining Íslandsbanka hefur tekið saman viðamikla skýrslu um íbúðamarkaðinn hér á landi. Í skýrslunni er m.a. farið yfir að hverju þarf að huga við íbúðakaup, hvort eigi að kaupa eða leigja, hvaða þættir hafa áhrif á íbúðaverð og hvernig íbúðaverð hefur verið að þróast.

Í skýrslunni kemur m.a. fram að við spáum því að uppsveiflan á íbúðamarkaðinum muni halda áfram á næstu misserum samhliða uppsveiflu í efnahagslífinu almennt. Mikil aukning í kaupmætti launa, fjölgun starfandi, innflutningur á vinnuafli, fjölgun ferðamanna og skortur á nýbyggingum eru meðal þeirra þátta sem þrýsta verði á íbúðarhúsnæði upp. Spáum við því að verð íbúðarhúsnæðis, sem hefur verið að hækka hratt undanfarið, muni halda áfram að hækka hratt á næstu misserum. Einnig reiknum við með talsverðum vexti í fjárfestingum í íbúðarhúsnæði m.a. vegna þess að verð á íbúðarhúsnæði hefur undanfarið verið að hækka umfram byggingarkostnað.

Upptaka frá fundi

Mánudaginn 17. október var haldinn kynningarfundur um skýrsluna í Silfurbergi í Hörpu.

Ingólfur Bender

forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka 

Hvert er íbúðamarkaðurinn að fara?

Elvar Orri Hreinsson

sérfræðingur í Greiningu Íslandsbanka

Hvernig hefur íbúðaverð verið að þróast?

Hildur Kristín Þorbjörnsdóttir

viðskiptastjóri hjá Íslandsbanka

Að hverju þarf að huga við íbúðakaup?

Íbúðarmarkaður í uppsveiflu 

Hér má sjá í heild sinni upptöku af kynningarfundi sem haldinn var í tilefni af útgáfu Greiningar Íslandsbanka á skýrslu um íbúðamarkaðinn. Fundurinn var haldinn í Hörpu mánudaginn þann 17. október

Ingólfur Bender
forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka

Elvar Orri Hreinsson
sérfræðingur í Greiningu Íslandsbanka

Hildur Kristín Þorbjörnsdóttir
viðskiptastjóri hjá Íslandsbanka


Áhugaverðar staðreyndir úr skýrslunni

Nokkrir molar úr skýrslunni

  • Við spáum því að verð íbúðarhúsnæðis hækki um 9,3% í ár, 11,4% á næsta ári og um 6,6% á árinu 2018.
  • Um 3.000 íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu um þessar mundir og er gert ráð fyrir að tæplega 8.000 íbúðir verði fullbyggðar á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2016-2019.
  • Lýðfræðileg þróun hefur m.a. gert það að verkum að þörf á smáum íbúðum hefur að öllum líkindum aldrei verið meiri en nú.
  • Mælikvarðar um verðbólu gefa ekki til kynna að um sé að ræða slíkt ástand á íbúðamarkaði á Íslandi nú. Ástand efnahagsmála gefur þó fullt tilefni til að hafa vakandi auga með þessum mælikvörðum.
  • Rúmlega þrjú þúsund eignir voru skráðar til útleigu á Airbnb í ágúst 2016 í Reykjavík. Fjölgaði þeim um tæp 80% frá ágúst 2015.
  • Á hverjum degi í júlí árið 2016 var ein af hverjum átta íbúðum í 101 Reykjavík í leigu til ferðamanna í gegnum Airbnb. Voru því tæp 12,5% íbúða á því svæði tileinkuð ferðamönnum.
  • Hlutfallsleg aukning íbúða á árunum 2016-2019 er mest í Mosfellsbæ (25,1%) og minnst í Reykjavík (6,5%) og á Seltjarnarnesi (6,2%).
  • Athyglivert er hlutfallsleg aukning íbúða yfir spátímabilið sé ekki meiri í Reykjavík en verðþróun í miðbænum og á nærliggjandi svæðum bera þess merki að þar sé þörf nýbygginga hvað mest.
  • 100 fermetra íbúð á höfuðborgarsvæðinu kostar 6,9 árslaun á meðan sambærileg íbúð á Vestfjörðum kostar 1,8 árslaun.

Skýrsla um íslenska íbúðamarkaðinn

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall