Stjórn bankans

Í stjórn bankans sitja sjö einstaklingar, og tveir varamenn, sem kosnir eru á hverjum aðalfundi til eins árs í senn.

Stjórn bankans fer með æðsta vald í málefnum bankans á milli hluthafafunda nema þegar lög eða samþykktir bankans kveða á um annað. Stjórn ber ábyrgð á mótun stefnu bankans og felur bankastjóra nánari útfærslu og framkvæmd hennar. Stjórn hefur eftirlit með starfsemi bankans og að hún sé ávallt í samræmi við lög, reglur og góða viðskiptahætti.

Hlutafé Íslandsbanka er í eigu íslenska ríkisins og fer Bankasýsla ríkisins með eignarhlut ríkisins í bankanum í samræmi við lög 88/2009. Sérstök valnefnd er tilnefnd skv. 7. gr. laga 88/2009 um Bankasýslu ríkisins sem tilefndir fulltrúa til setu í stjórn bankans.  

Myndir af stjórn Íslandsbanka í fullri upplausn má nálgast í myndabanka.

Friðrik Sophusson

Formaður stjórnar frá janúar 2010


Friðrik Sophusson, stjórnarformaður (f. 1943) hefur verið stjórnarformaður frá janúar 2010. Friðrik hefur víðtæka reynslu og þekkingu á sviði stefnumörkunar í efnahagsmálum, stjórnun og opinberri þjónustu á Íslandi. Hann hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök sem og sinnt stjórnarsetu. Friðrik var framkvæmdastjóri Stjórnunarfélags Íslands 1972-1978 þegar hann tók sæti á Alþingi. Friðrik átti sæti í ríkisstjórn 1987-1988, þá sem iðnaðar- og orkumálaráðherra og síðar sem fjármálaráðherra 1991-1998. Árið 1999 tók Friðrik við starfi forstjóra Landsvirkjunar sem hann gegndi í tæp 11 ár. Hann er jafnframt stjórnarformaður Hlíðarenda ses.

Friðrik er með embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands.

Undirnefndir: Nefndarmaður stjórnarhátta-, starfskjara- og mannauðsnefnd stjórnar.

Anna Þórðardóttir

Stjórnarmaður frá apríl 2016


Anna Þórðardóttir (f. 1960) hefur verið stjórnarmaður frá apríl 2016. Hún hefur mikla reynslu af stjórnarsetu. Hún hefur setið í stjórn KPMG og félags löggiltra endurskoðenda. Hún situr í stjórn Framtíðarseturs Íslands, Heimavalla og er formaður endurskoðunarnefndar Haga. Anna starfaði hjá KPMG á árunum 1988-2015, þar af sem eigandi frá 1999 og bar m.a. ábyrgð á endurskoðun hjá eftirfarandi félögum: Reitum, Högum, 365, Baugi Group, Vodafone, Landfestum, Landey, 10-11 og Félagsbústöðum. Anna er löggiltur endurskoðandi og er með Cand.oecon. gráðu í viðskiptafræði frá

Háskóla Íslands. Hún stundaði Cand.merc. nám í fjármálafræðum við Handelshøjskolen í Århus.

Undirnefndir: Formaður endurskoðunarnefndar.

Auður Finnbogadóttir

Stjórnarmaður frá apríl 2016


Auður Finnbogadóttir (f. 1967) hefur verið stjórnarmaður frá apríl 2016. Hún hefur víðtæka reynslu af störfum á fjármálamarkaði. Hún hefur meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri Lífsverks lífeyrissjóðs, Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar og MP banka. Auður hefur verið stjórnarformaður Samkeppniseftirlitsins og Norðlenska. Hún hefur meðal annars setið í stjórn Framtakssjóðs Íslands, Icelandair Group, RÚV, Landsnets og Nýja Kaupþings banka. Auður er virkur varamaður í kærunefnd útboðsmála og starfar sem verkefnastjóri stefnumótunar hjá Kópavogsbæ.

Auður er með B.Sc. í viðskiptafræði með áhersluá alþjóðlegviðskipti frá University of Colorado at Boulder USA og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún lauk diplómanámi í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands vorið 2018 og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Undirnefndir: Nefndarmaður í áhættunefnd stjórnar.

Árni Stefánsson

Stjórnarmaður frá apríl 2016


Árni Stefánsson (f. 1966) hefur verið stjórnarmaður frá apríl 2016. Hann hefur víðtæka stjórnunarreynslutengdri stóriðju á Íslandi. Hann starfar sem framkvæmdastjóri, og situr í framkvæmdastjórn, hjá Rio Tinto. Árni hefur áður starfað sem framkvæmdastjóri hjá Norðuráli Grundartanga, deildarstjóri hjá Landsneti og yfirmaður netrekstrar hjá Landsvirkjun.

Árni er með M.Sc. gráðu í rafmagns- og rekstrarverkfræði og B.sc. gráðu í rafmagnsverkfræði frá Álaborgarháskóla í Danmörku.

Undirnefndir: Nefndarmaður í áhættunefnd stjórnar.

Hallgrímur Snorrason

Stjórnarmaður frá apríl 2016


Hallgrímur Snorrason (f. 1947) hefur verið stjórnarmaður frá apríl 2016. Hann starfar sjálfstætt sem ráðgjafi í opinberri hagskýrslugerð. Hann gegndi starfi Hagstofustjóra 1985-2007 og var aðstoðarforstjóri Þjóðhagsstofnunar 1980-1984. Hann hefur setið í fjölda stjórna, m.a. bankaráði Útvegsbanka Íslands, Skýrr og Auði Capital. Hann hefur jafnframt verið formaður ýmissa stjórnskipaðra nefnda, bæði innlendra sem og nefnda tengdum norrænu samstarfi, EFTA, ESB og OECD.

Hallgrímur er með M.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskólanum í Lundi og B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskólanum í Edinborg.

Undirnefndir: Nefndarmaður í stjórnarhátta-, starfskjara- og mannauðsnefnd stjórnar og endurskoðunarnefnd.

Heiðrún Jónsdóttir


Stjórnarmaður frá apríl 2016


Heiðrún Jónsdóttir (f. 1969) hefur verið stjórnarmaður frá apríl 2016. Hún starfar sem héraðsdómslögmaður hjá Múla lögmannsstofu. Auk þess að sitja í stjórn bankans er hún stjórnarmaður í Icelandair Group og varaformaður Lögmannafélags Íslands. Hún starfaði áður sem framkvæmdastjóri hjá Eimskipafélagi Íslands, Lex Lögmannsstofu og framkvæmdastjóri lögfræði- og mannauðssviðs KEA. Hún hefur víðtæka reynslu af stjórnarsetu frá árinu 1998. Hún hefur meðal annars verið formaður stjórnar Norðlenska, Íslenskra verðbréfa, Gildis lífeyrissjóðs og stjórnarmaður í stjórn Ístaks, Reiknistofu bankanna, Arion verðbréfavörslu, Þekkingar, Landssambands lífeyrissjóða, Símans og Olíuverslun Íslands.

Heiðrún er með embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Hún lauk stjórnendanámi, Advanced Management Program (AMP) frá IESE Business School í Barcelona á Spáni 2017.

Undirnefndir: Formaður í stjórnarhátta-, starfskjara- og mannauðsnefnd stjórnar og endurskoðunarnefnd.

Helga Valfells

Stjórnarmaður frá september 2013


Helga Valfells (f. 1964) hefur verið stjórnarmaður frá september 2013. Hún er stofnandi og framkvæmdastjóri hjá fjárfestingarfélaginu Crowberry Capital. Helga hefur m.a. sinnt störfum fyrir Estée Lauder UK, Merrill Lynch International Europe og Útflutningsráð Íslands þar sem hún starfaði með fjölmörgum ólíkum útflutningsfyrirtækjum. Helga sat í 14 stjórnum nýsköpunarfélaga á meðan hún starfaði sem framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins frá 2010 til 2016. Hún er frumkvöðull og hefur tekið þátt í stofnun nýsköpunarfyrirtækja og einnig starfað sem aðstoðarmaður viðskiptaráðherra. Hún hefur jafnframt starfað sem ráðgjafi fyrir fjölmörg útflutningsfyrirtæki frá Íslandi, Bretlandi og Kanada. Helga er varamaður í stjórn Framtakssjóðs Íslands.

Helga er með B.A. gráðu Harvard University og MBA gráðu frá London Business School.

Undirnefndir: Formaður áhættunefndar stjórnar.

Varamenn

  • Herdís Gunnarsdóttir, frá apríl 2016
  • Pálmi Kristinsson, frá apríl 2016

Uppfært 27. desember 2017

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall