Umboðsmaður viðskiptavina

Telji viðskiptavinur sig ekki hafa fengið efnislega  umfjöllun eða úrlausnir í samræmi við gildandi lög eða reglur bankans, getur hann leitað til Umboðsmanns viðskiptavina.

  • Þegar aðkomu Umboðsmanns er óskað skal liggja fyrir niðurstaða frá útibúi, eða þeirri viðskiptaeiningu sem fer með málefni viðskiptavinar.
  • Hlutverk umboðsmanns er að skoða málin hlutlaust og vinna að úrlausn mála eftir þeim leiðum sem í boði eru hverju sinni innan bankans og sanngjarnar geta talist miðað við aðstæður.

Hægt er að koma málum á framfæri við umboðsmann á eftirfarandi hátt:

  • Senda bréf til umboðsmanns þar sem gerð er grein fyrir viðkomandi máli. Utanáskrift er:
    Umboðsmaður viðskiptavina Íslandsbanka, Hagasmára 3, 201 Kópavogur
  • Senda tölvupóst á umbodsmadur@islandsbanki.is
  • Óska eftir fundi með umboðsmanni í gegnum síma 440 4000

Umboðsmaður viðskiptavina er Kolbrún Jónsdóttir.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall