Gjaldeyrisviðskipti

Íslandsbanki veitir þjónustu á öllum sviðum gjaldeyrisviðskipta. Auk hefðbundinna gjaldeyrisviðskipta hefur bankinn verið leiðandi í kynningu og þróun á afleiðuviðskiptum. Viðskiptavinir hafa í vaxandi mæli nýtt afleiður við stýringu gengisáhættu fyrirtækja sinna. Framvirkir samningar eru algengastir við áhættustýringu en notkun valréttarsamninga og skiptasamninga eykst jafnt og þétt.

Áreiðanleg ráðgjöf

Íslandsbanki hefur á að skipa færustu sérfræðingum landsins á sviði gjaldeyrisviðskipta sem veita fyrirtækinu faglega ráðgjöf. Samskipti við leiðandi alþjóðlegar fjármálastofnanir tryggja öruggt upplýsingaflæði um stöðu og horfur á mörkuðum sem síðan er miðlað áfram til viðskiptavina okkar.

Nýjustu upplýsingar um markaðinn

Á markaðssíðum vefsins er hægt að sjá ítarlegar upplýsingar um gengi og gengisþróun helstu mynta gagnvart íslensku krónunni og öðrum myntum. Þar er einnig mögulegt að setja saman gjaldeyriskörfu og skoða þróun hennar yfir ákveðið tímabil í tölum og á myndrænan hátt.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall