Neyðarþjónusta

SOS International er alþjóðlegt fyrirtæki sem sérhæfir sig í neyðaraðstoð við ferðamenn og hefur á að skipa þrautþjálfuðu starfsliði sem veitir markvissa aðstoð í alvarlegum veikinda- og slysatilfellum. Fyrirtækið veitir neyðarþjónustu allan sólarhringinn, alla daga ársins. Þjónustan er sótt í gegnum Danmörku og þjónustufulltrúar tala fjölmörg tungumál þar á meðal íslensku. SOS staðfestir við sjúkrastofnun að trygging sé í gildi fyrir korthafa og þá sem falla undir tryggingu kortsins hverju sinni. Eining veita þeir upplýsingar um gildissvið tryggingar og tryggingarupphæðir.

Neyðarþjónustan veitir korthafa rétt til aðstoðar án aukakostnaðar:

  • SOS gefur góð ráð símleiðis eða í gegnum tölvupóst í veikinda- og slysatilfellum.
  • SOS hefur samband við sjúkrahús og leggur fram ábyrgð fyrir kostnaði ef þörf krefur.
  • SOS aðstoðar við og greiðir sjúkraflutninga ef vátryggður slasast eða veikist alvarlega erlendis. Jafnframt er veitt aðstoð við flutning vandamanna í slíkum tilfellum.
  • SOS veitir tímabundið peningalán til greiðslu sjúkra- og lögfræðikostnaðar.

Íslandsbanka

(+354) 440 4000

Neyðarþjónusta Borgunar

(+354) 533 1400

Neyðarþjónsuta Valitors

(+354) 525 2000

SOS International, Kaupmannahöfn

(+45) 7010 5050, netfang sos@sos.dk

Strategic Insurance Service Ltd.

(+44) (0)20 3551 6633
Netfang: info@strategicins.co.uk
Vefsíða: www.strategicins.co.uk

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall