Fréttir Greiningar

Eimskip tjáir sig mest lítið

12.09.2013 10:33

nullÞriðjudaginn 10. september framkvæmdi Samkeppniseftirlitið húsleit í starfstöðvum nokkurra félaga  innan Eimskips samstæðunnar.   Á sama tíma fór fram samskonar aðgerð hjá Samskip.   Fyrir liggur að ætluð brot varða 10. og 11. grein samkeppnislaganna, sem taka á aðgerðum til að koma í veg fyrir samkeppni og markaðsmisnotkun. 

Viðbrögð Eimskip hafa þau ein verið að senda frá sér tilkynningu til Kauphallarinnar um að húsleitin hefði verið framkvæmd sem og á grundvelli hvaða lagagreina húsleitin fór fram.  Strangt til tekið telst Eimskip hafa með þessu fullnægt upplýsingaskyldu sinni skv. 122 gr. laga um verðbréfaviðskipti, þar sem atviksbundin  upplýsingaskylda aðila á verðbréfamarkaði liggur.  Í tilviki sem þessu má færa fyrir því rök að forsvarsmenn Eimskip ættu að upplýsa marksaðila betur um þetta mál, bæði er varðar um hvað málið snúist og afstöðu félagsins til þeirra meintu brota sem til rannsóknar eru.  Þögnin hefur leitt af sér vangaveltur ýmissa aðila hverjar hugsanlegar sektir beggja félaga gæti orðið og áhrif  á markaðsverðmæti Eimskips.  Við birtingu frétta af þessum atburð lækkað gengi Eimskip um 4,8% er mest lét.  Nú er gengi félagsins hinsvegar um 3% lægra en þegar fréttin birtist.

Það er ekki verið innlendum hlutabréfamarkaði til framdráttar né styður það við uppbyggingu hans að félag sem er í rannsókn samkeppnisyfirvalda skuli ekki tjá sig varðandi tilefni rannsóknar af þessu tagi.  Réttmæt krafa er  að hálfu markaðsaðila um viðbrögð og frekari upplýsingar frá félaginu.

Back

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall