Fréttir Greiningar

Uppfærð þjóðhagsspá 2018-2020

24.05.2018 10:57

Greining Íslandsbanka hefur gefið út uppfærða þjóðhagsspá fyrir árin 2018-2020 

Eftir allhraðan hagvöxt um miðbik áratugarins er tekið að líða á hagsveifluna. Dregið hefur úr hagvexti og aflgjafar vaxtar eru í vaxandi mæli heimilin og hið opinbera fremur en aukin umsvif fyrirtækja.

Við áætlum að hagvöxtur í ár verði 2,6%. Á næsta ári spáum við 2,4% hagvexti, en 2,6% vexti árið 2020. Vaxtarhraðinn verður í námunda við vaxtargetu hagkerfisins og mun jafnt og þétt draga úr framleiðsluspennu.

 

Hagkerfið sækir því í átt að betra jafnvægi á ýmsa mælikvarða og verði þróunin í takti við það sem hér er spáð má segja að um allmjúka lendingu verði að ræða eftir býsna hátt og langt flug.

Við spáum nú heldur meiri hagvexti á komandi misserum en í síðustu spá okkar þrátt fyrir horfur á minni vexti þjónustuútflutnings. Að hluta er ástæðan grunnáhrif þar sem hagvöxtur á síðasta ári var heldur minni en við væntum. Þá eru horfur á talsvert meiri umsvifum hins opinbera á spátímanum en við gerðum áður ráð fyrir, auk þess sem útlit er fyrir hraðari vöxt íbúðarfjárfestingar en við spáðum síðast.

Það felur einnig í sér að horfur eru á að hraðar gangi á viðskiptaafgang en við spáðum áður. Teljum við nú að viðskiptaafgangur muni nema 3,0% af VLF í ár en að enginn viðskiptaafgangur mælist árið 2020.

Áhugaverð atriði úr Þjóðhagsspánni

 Uppfærð þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka

Back

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall