Fréttir Greiningar

Útgáfuáætlun LS í höfn

30.10.2013 09:10

nullÁgæt þátttaka var í útboði Lánasjóðs sveitarfélaga (LS) í gær, þá einna helst er snýr að lengri skuldabréfaflokknum sem í boði var, þ.e. LSS34. Þó voru þau kjör sem LS buðust í skuldabréfalokkana tvo sem í boði voru óhagstæðari en í síðustu útboðum, en við því mátti búast þar sem krafa verðtryggðra skuldabréfa á markaði hefur hækkað talsvert nú í október. Rífandi gangur hefur verið í útgáfumálum LS á árinu, og hefur sjóðurinn nú þegar uppfyllt neðri mörk útgáfuáætlunar sinnar sem hljóðar upp á 8-10 ma.kr. Eftir útboð gærdagsins er útgáfan komin upp í rúma 8,2 ma.kr. og stendur því eftir tæplega 1,8 ma.kr. útgáfa til ársloka miðað við efri mörk áætlunarinnar. Samkvæmt útgáfudagatali sjóðsins eru tvö útboð fyrirhuguð til ársloka.

Öllum tilboðum í styttri flokkinn hafnað

nullÍ LSS24-flokkinn bárust alls tilboð að fjárhæð 387 m.kr að nafnvirði á kröfubilinu 2,35% - 2,46%.  Ákváðu LS-menn að afþakka öll tilboð í LSS24-flokkinn að þessu sinni. Í LSS34-flokkinn bárust alls tilboð fyrir 1.195 m.kr. að nafnvirði á kröfubilinu 2,76% - 3,00%.  Ákveðið var að taka tilboðum fyrir 845 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 2,80%. Var niðurstöðukrafan þar með 23 punktum hærri en í síðasta útboði LS sem fór fram í september sl. Eftir þetta útboð er flokkurinn LSS34 orðinn 12.973 m.kr. að stærð, en stærð LSS24-flokksins, sem er augljóslega óbreytt eftir útboðið, er 30.615 m.kr..

Álag á LSS34 aldrei lægra

nullÞrátt fyrir að kjör LS hafi versnað á milli útboða var álagið á LSS34 miðað við nærtækasta ríkistryggða skuldabréfið það lægsta frá upphafi. Þannig var krafa næstlengsta íbúðabréfaflokksins, HFF34, 2,63% í lok gærdagsins og var munurinn á niðurstöðukröfu LSS34 og markaðskröfu HFF34 þar með 17 punktar. Áður hafði álagið lægst farið í 25 punkta. Munurinn á þessum tveimur flokkum hefur að jafnaði verið 39 punktar í útboðum á árinu, en í fyrra var hann að jafnaði 96 punktar. Að hluta endurspeglar minnkandi munur milli þessara bréfa þá staðreynd að álagið á íbúðabréfaflokkana hefur hækkað gagnvart verðtryggðum ríkisbréfum, sem aftur má rekja til bágrar stöðu Íbúðalánasjóðs og þess að ríkisábyrgð á bréf hans er einföld, en á ríkisbréfum er full og ótakmörkuð ríkisábyrgð. Að okkar mati á minnkandi markaðsálag á LSS-bréfin sjálf þó stóran þátt, sem óneitanlega er jákvætt fyrir þau sveitarfélög sem treysta á LS varðandi fjármögnun, en sjóðurinn endurlánar þá fjármuni sem hann aflar áfram til þeirra með lítilsháttar álagi.

Back

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall