Fréttir Greiningar

Útboð hjá Reykjavíkurborg á morgun

08.10.2013 10:43

nullReykjavíkurborg heldur sitt fimmta útboð á árinu á morgun. Líkt og í síðasta útboði er eingöngu efnt til útboðs í flokki RVK 19 1, sem er nú 2.415 m.kr. að nafnverði að stærð. Borgin áformar að taka tilboðum að fjárhæð 500 m.kr. að nafnverði, en áskilur sér þó rétt til að hækka eða lækka þá fjárhæð eftir þörfum, eða hafna öllum tilboðum. Að vanda verður útboðið með því fyrirkomulagi að samþykkt tilboð bjóðast á sama verði, og mun lægsta samþykkta verð (hæsta ávöxtunarkrafa) ákvarða söluverð.

Vel heppnað útboð

Síðasta útboð Reykjavíkurborgar fór fram í byrjun september sl. og er óhætt að segja að það hafi verið vel heppnað. Bæði var þátttaka mikil og þau kjör sem borginni stóðu til boða á RVK 19 1 voru þau bestu frá upphafi. Þannig bárust alls tilboð fyrir 1.600 m.kr. að nafnvirði á kröfu nullsem var á bilinu 1,50%-2,05%. Ákvað borgin að taka tilboðum fyrir 510 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 1,80%, sem eru hagstæðustu kjör borgarinnar á flokknum frá því hann leit fyrst dagsins ljós í maí í fyrra. Niðurstöðukrafan í útboðinu var jafnframt talsvert lægri en krafa flokksins var á markaði þennan sama dag, en þá var hún 1,94%. Þó ber að hafa í huga að flokkurinn er enn lítill og viðskipti með hann strjál á markaði. Krafan á RVK 19 1 stendur nú í 1,92% og er þar með aðeins lægri en hún var í aðdraganda útboðsins í september. Krafan á ríkisbréfaflokkinn RIKS21 er nú 1,57% og er álag RVK 19 1 því miðað við hann um 35 punktar. Þess ber þó að geta að flokkarnir eru ekki að fullu samanburðarhæfir, en RVK 19 1 hefur þá sérstöðu að hafa stysta meðaltíma allra verðtryggðra skuldabréfaflokka sem verið er að bjóða í útboðum opinberra aðila um þessar mundir.

Útgáfan komin upp í 61% af áætlun

Reykjavíkurborg áætlar að gefa út bréf fyrir um 3.299 m.kr. að söluandvirði á árinu. Það sem af er ári hefur borgin gefið út bréf fyrir 2.021 m.kr. að söluandvirði, og stendur því eftir 1.278 m.kr. útgáfa í þremur útboðum til ársloka. Má búast við að spurn verði talsverð eftir bréfum borgarinnar í útboðinu, enda framboð af nýjum verðtryggðum skuldabréfum opinberra aðila takmarkað um þessar mundir.

Back

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall