Fréttir Greiningar

Reginn og Eik eigi í eina sæng strax a.m.k.

23.09.2013 11:00

nullA föstudaginn síðasta, 20. september,  tilkynnti Reginn hf. niðurstöðu tilboðs sem félagið gerði í 100% hlutafjár í Eik fasteignafélagi en tilboðsfresturinn út þann dag.  Ekki náðist samþykki tilskilins lágamarksfjölda hluthafa, en Reginn gerði áskilanað um það að minnst 68% hluthafa myndu samþykkja tilboðið.

Tilboðið, sem var sett fram 5. september sl. var háð ákveðnum skilyrðum.  Þann 17 september gerði Reginn breytingu á tilboðinu og varðaði hún forsendu um vænta framlegð Eikar á árinu 2013 sem að margra mati var nokkuð stíf forsenda í fyrra tilboðinu miðað við 6 mánaða rekstur Eikar á árinu 2013.  Einnig féll Reginn frá fyrirvara í tilboðinu um að áskilja sér rétt til að lækka tilboðsverðið/kaupverðið út frá niðurstöðum áreiðanleikakönnunar sem var skilyrði tilboðsins. Virðist vera að  hluthöfum Eikar hafi fundist  þessi forsenda mjög íþyngjandi og óljóst hvaða áhrif hún kynni að hafa.  Óbreytt hélst þó sú forsenda að Reginn vildi ekki að eignir sem Eik hafði í ágúst sl. keypt af SMI myndu fylgja með.

Hver næstu skref verða í þessum snúning er erfitt að segja. Í tilkynningu frá Reginn á föstudaginn kom þó fram að Reginn hefur enn áhuga á Eik fasteignafélagi og óskar eftir viðræðum við hluthafa félagsins á kaupum á því eða samruna við Reginn.
Hluthafar Eikar eiga eftir að samþykkja tilboð sem Eik gerði í ákveðnar eignir SMI og spurning er hvort Reginn breytt aftur tilboðinu sínu og opni á þann möguleika á að „SMI-eignirnar“ fylgi með í tilboðinu.   Líklega er dálítið erfitt fyrir Reginn að breyta fjárhæðum tilboðs síns eitthvað verulega, en uppsetningu tilboðsins mætti hinsvegar breyta.   

Nú liggur fyrir tilkynning frá Eik fasteignafélagi um að Eik og Landfestar hyggist hefja viðræður um hugsanlega samruna félaganna og þá þannig að „SMI-eignirnar“ fylgi með.

Back

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall